Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Drónar nýttir í landbúnaði
Fréttir 8. maí 2015

Drónar nýttir í landbúnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fjarstýrð flygildi, sem flestir þekkja orðið undir heitinu „drónar“, eiga eins og margar tækninýjungar upprunann að rekja til hernaðar. Notkunargildi slíkra tækja er þó miklu meira og sem betur fer oft geðslegra. Nú er það landbúnaðurinn sem farinn er að nýta dróna í sína þágu.

Fjallað var um landbúnaðar­hlutverk dróna á BBC nýverið. Þar er komið inn á síaukna sjálfvirkni í landbúnaði til að auka framleiðni. Þar þekkja Íslendingar kannski best mjaltaþjóna og þvíumlík tæki. Í öðrum löndum er sjálfvirknin komin mun lengra og ekki er orðið óalgengt að sjá á risaökrum fjarstýrðar mannlausar dráttarvélar vinna leiðigjörn störf við t.d. kornskurð. Keyra vélarnar þá eftir GPS-staðsetningarkerfi og vinna fumlaust af meiri nákvæmni en manninum er unnt að vinna verkið. Nú eru það drónarnir sem bændur um víða veröld horfa til af áhuga. Þar sjá drónaframleiðendur líka mikil tækifæri til frekari þróunar slíkra tækja undir formerkjunum nákvæmnis landbúnaður eða „precision agriculture (PA)“. Hefur slíkt líka verið nefnt gervihnatta-landbúnaður vegna notkunar á staðsetningarbúnaði sem byggir á gervihnöttum.

Í frétt BBC er greint frá því að Chris Anderson, fyrrv. ritstjóri Wired magazine, hafi nýlega skipt um starfsvettvang og snúið sér að drónaframleiðslu. Hann hafi t.d. stofnað fyrirtækið 3D Robotics í San Diego, Kaliforníu til að smíða dróna m.a. fyrir bændur í Mexíkó og Bandaríkjunum. Er þeim ætlað að fylgjast vökulum myndavélaaugum með vaxtarhraða, rakastigi og framgangi uppskeru á ökrum bænda. Slíkt eftirlit á síðan að auðvelda mönnum ákvörðun um nákvæma svæðisbundna áburðargjöf og vökvun. Í framhaldinu hafa menn auðvitað tekið skrefið áfram og farið er að hanna dróna sem séð geta um svæðisbundna áburðargjöf og jafnvel vökvun. Þetta hafa menn síðan hugsað enn lengra og sjá fyrir sér mjög stóra fjarstýrða dróna sem taki við hlutverki flugvéla til að slökkva skógarelda.

Í ljósi aðstæðna á Íslandi er ekki ólíklegt að bændur sjái sér hag í að nota dróna til að fylgjast með sauðfé og hrossum og til að auðvelda smölun á haustin. Hefði væntanlega komið sér vel að vera með slíka dróna útbúna hitamyndavélum til að leita að fé sem fennti á kaf norðanlands fyrir tveim  árum. Er slík notkun tækninnar alls ekki fráleit því íslenskar björgunarsveitir eru þegar farnar að skoða nýtingu dróna til aðstoðar við leit.

Skylt efni: Tækninýjungar | drónar

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Sýni úr 225 geitum hafa verið raðgreind en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...