Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Drónar nýttir í landbúnaði
Fréttir 8. maí 2015

Drónar nýttir í landbúnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fjarstýrð flygildi, sem flestir þekkja orðið undir heitinu „drónar“, eiga eins og margar tækninýjungar upprunann að rekja til hernaðar. Notkunargildi slíkra tækja er þó miklu meira og sem betur fer oft geðslegra. Nú er það landbúnaðurinn sem farinn er að nýta dróna í sína þágu.

Fjallað var um landbúnaðar­hlutverk dróna á BBC nýverið. Þar er komið inn á síaukna sjálfvirkni í landbúnaði til að auka framleiðni. Þar þekkja Íslendingar kannski best mjaltaþjóna og þvíumlík tæki. Í öðrum löndum er sjálfvirknin komin mun lengra og ekki er orðið óalgengt að sjá á risaökrum fjarstýrðar mannlausar dráttarvélar vinna leiðigjörn störf við t.d. kornskurð. Keyra vélarnar þá eftir GPS-staðsetningarkerfi og vinna fumlaust af meiri nákvæmni en manninum er unnt að vinna verkið. Nú eru það drónarnir sem bændur um víða veröld horfa til af áhuga. Þar sjá drónaframleiðendur líka mikil tækifæri til frekari þróunar slíkra tækja undir formerkjunum nákvæmnis landbúnaður eða „precision agriculture (PA)“. Hefur slíkt líka verið nefnt gervihnatta-landbúnaður vegna notkunar á staðsetningarbúnaði sem byggir á gervihnöttum.

Í frétt BBC er greint frá því að Chris Anderson, fyrrv. ritstjóri Wired magazine, hafi nýlega skipt um starfsvettvang og snúið sér að drónaframleiðslu. Hann hafi t.d. stofnað fyrirtækið 3D Robotics í San Diego, Kaliforníu til að smíða dróna m.a. fyrir bændur í Mexíkó og Bandaríkjunum. Er þeim ætlað að fylgjast vökulum myndavélaaugum með vaxtarhraða, rakastigi og framgangi uppskeru á ökrum bænda. Slíkt eftirlit á síðan að auðvelda mönnum ákvörðun um nákvæma svæðisbundna áburðargjöf og vökvun. Í framhaldinu hafa menn auðvitað tekið skrefið áfram og farið er að hanna dróna sem séð geta um svæðisbundna áburðargjöf og jafnvel vökvun. Þetta hafa menn síðan hugsað enn lengra og sjá fyrir sér mjög stóra fjarstýrða dróna sem taki við hlutverki flugvéla til að slökkva skógarelda.

Í ljósi aðstæðna á Íslandi er ekki ólíklegt að bændur sjái sér hag í að nota dróna til að fylgjast með sauðfé og hrossum og til að auðvelda smölun á haustin. Hefði væntanlega komið sér vel að vera með slíka dróna útbúna hitamyndavélum til að leita að fé sem fennti á kaf norðanlands fyrir tveim  árum. Er slík notkun tækninnar alls ekki fráleit því íslenskar björgunarsveitir eru þegar farnar að skoða nýtingu dróna til aðstoðar við leit.

Skylt efni: Tækninýjungar | drónar

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...