Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar
Fréttir 29. september 2015

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um meðferð varnarefna.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að meginmarkmið reglugerðarinnar er að vernda menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af meðferð varnarefna, tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu, meðferð og notkun varnarefna hafi aflað sér nægilegrar þekkingar á öruggri meðferð þeirra, draga úr notkun varnarefna og takmarka eða banna notkun varnarefna á viðkvæmum svæðum.

Varnarefni ná yfir fjölbreyttan hóp efnavara s.s. illgresiseyða, skordýraeyða og tiltekinna sæfiefna og gilda um þau strangar reglur.

Meðal helstu nýmæla má að nefna að skylt verður að skoða og prófa reglulega búnað sem notaður er til dreifingar á plöntuverndarvörum,  notkun varnarefna á friðlýstum svæðum verður takmörkuð, fjallað er um sértækar ráðstafanir til verndar vatnavistkerfinu og dreifing varnarefna úr loftförum verður óheimil.

Þá eru ákvæði um gerð aðgerðaáætlunar til 15 ára um notkun plöntuverndarvara, en í henni skulu sett mælanleg markmið um aðgerðir til að draga markvisst úr notkun þeirra og stuðla að sjálfbærni á þessu sviði.

Hægt er að senda inn umsagnir um drögin til 9. október 2015 á netfangið postur@uar.is og í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna.

 

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...