Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar
Fréttir 29. september 2015

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um meðferð varnarefna.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að meginmarkmið reglugerðarinnar er að vernda menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af meðferð varnarefna, tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu, meðferð og notkun varnarefna hafi aflað sér nægilegrar þekkingar á öruggri meðferð þeirra, draga úr notkun varnarefna og takmarka eða banna notkun varnarefna á viðkvæmum svæðum.

Varnarefni ná yfir fjölbreyttan hóp efnavara s.s. illgresiseyða, skordýraeyða og tiltekinna sæfiefna og gilda um þau strangar reglur.

Meðal helstu nýmæla má að nefna að skylt verður að skoða og prófa reglulega búnað sem notaður er til dreifingar á plöntuverndarvörum,  notkun varnarefna á friðlýstum svæðum verður takmörkuð, fjallað er um sértækar ráðstafanir til verndar vatnavistkerfinu og dreifing varnarefna úr loftförum verður óheimil.

Þá eru ákvæði um gerð aðgerðaáætlunar til 15 ára um notkun plöntuverndarvara, en í henni skulu sett mælanleg markmið um aðgerðir til að draga markvisst úr notkun þeirra og stuðla að sjálfbærni á þessu sviði.

Hægt er að senda inn umsagnir um drögin til 9. október 2015 á netfangið postur@uar.is og í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna.

 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...