Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar
Fréttir 29. september 2015

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um meðferð varnarefna.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að meginmarkmið reglugerðarinnar er að vernda menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af meðferð varnarefna, tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu, meðferð og notkun varnarefna hafi aflað sér nægilegrar þekkingar á öruggri meðferð þeirra, draga úr notkun varnarefna og takmarka eða banna notkun varnarefna á viðkvæmum svæðum.

Varnarefni ná yfir fjölbreyttan hóp efnavara s.s. illgresiseyða, skordýraeyða og tiltekinna sæfiefna og gilda um þau strangar reglur.

Meðal helstu nýmæla má að nefna að skylt verður að skoða og prófa reglulega búnað sem notaður er til dreifingar á plöntuverndarvörum,  notkun varnarefna á friðlýstum svæðum verður takmörkuð, fjallað er um sértækar ráðstafanir til verndar vatnavistkerfinu og dreifing varnarefna úr loftförum verður óheimil.

Þá eru ákvæði um gerð aðgerðaáætlunar til 15 ára um notkun plöntuverndarvara, en í henni skulu sett mælanleg markmið um aðgerðir til að draga markvisst úr notkun þeirra og stuðla að sjálfbærni á þessu sviði.

Hægt er að senda inn umsagnir um drögin til 9. október 2015 á netfangið postur@uar.is og í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna.

 

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...