Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Drekaslóð
Hannyrðahornið 27. mars 2017

Drekaslóð

Prjónuð og hekluð sjöl eru alltaf vinsæl en áhuginn hefur aukist til muna eftir að Facebook-hópurinn Svöl sjöl opnaði. Sjöl eru misflókin allt frá garðaprjóni yfir í alls konar blöndur af prjónakúnstum saman í einu sjali. Við birtum hérna eitt fallegt sem hentar byrjendum sem lengra komnum í sjalaprjóni. Garnið í sjalið er á 25% afslætti í mars. 
 
Drekaslóð 
Prjónað DROPS sjal úr Fabel garni með garðaprjóni og blöðum, prjónað frá hlið.
Mál : Um 156 sm meðfram kanti efst og ca 50 sm hátt fyrir miðju.
Garn: DROPS FABEL fæst hjá Handverkskúnst
150 g nr 602, silver fox
50 g nr 111, sinnepsgulur
Drops hringprjónn (60 sm) nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 L x 39 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 sm.
SJAL:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar l. Allar umf eru prjónaðar slétt.
Fitjið upp 168 l á hringprjóna nr 4,5 með sinnepsgulu. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið nú þannig:
UMFERÐ 1: Skiptið yfir í silver fox, prjónið 2 l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, sláið uppá prjóninn og 1 l sl (= 168 l).
UMFERÐ 2: Prjónið allar l slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki komi gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið út umf (= 166 l).
UMFERÐ 4: Prjónið allar l slétt.
Endurtakið umf 1 til 4 3 sinnum til viðbótar = 160 l. 
UMFERÐ 17: Skiptið yfir í sinnepsgult. Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, prjónið 2 l í síðustu l.
UMFERÐ 18: Snúið við og prjónið 3 l til baka. Snúið við og prjónið 2 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 5 l til baka. Snúið við og prjónið 4 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 7 l til baka. Snúið við og prjónið 6 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 9 l. Snúið við og prjónið 8 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 7 l. Snúið við og prjónið 8 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 5 l. Snúið við og prjónið 6 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 3 l. Snúið við og prjónið 4 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 1 l. Snúið við og prjónið 2 l. Snúið við, fellið af fyrstu l á prjóni, prjónið út umf = 158 l í umf. Nú hafa verið prjónaðar 18 umf yfir allar l (á hægri hlið).  Endurtakið síðan umf 1-18. Prjónið svona þar til 8 l eru eftir á prjóni. Prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl, 2 l slétt saman = 6 l. Fellið af.
 
 
Prjónakveðja,  Guðrún María.
Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...