Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Drekabollur með svínakjöti.
Drekabollur með svínakjöti.
Matarkrókurinn 16. janúar 2015

Drekabollur með svínakjöti og funheitur grænmetisréttur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þegar kalt er í veðri og snjór yfir öllu er tilvalið að láta sig dreyma um hita og sól og elda að austurlenskum hætti.  
 
Svínasíða er hentug í austurlenska matreiðslu þar sem langur eldunartími og fituofið kjötið gera gæfumuninn. Auðvelt er að gera allan undirbúning fyrirfram þegar gerðar eru drekabollur með svínakjöti (gua bao). Nafnið vísar í lögunina á bollunum sem eru eins og uppglenntur drekakjaftur með bragðgóðri fyllingu. Bollurnar  smakkast ótrúlega vel upphitaðar daginn eftir. 
 
Fyrir svínasíðu
 • 2 msk. salt
 • 2 msk. sykur
 • 500–1000 g beinlaus svínasíða, skorin í fjóra bita 
 • 1/2 bolli kjúklingasoð (vatn og kraftur)
 
 
Fyrir gufusoðnar bolllur:
 • 1 tsk. þurrger
 • 1 tsk. sykur
 • 1/2 bolli vatn
 • 2 bolli hveiti
 • 1,5 tsk. lyftiduft
 • 1/4 bolli sykur
 • 3 tsk. brætt ósaltað smjör
 • 1/4 tsk. salt
Aðferð
Sjóðið kartöflur, látið malla í 10 til 15 mínútur, þar til soðnar að fullu. Setjið kartöflur í skál og látið þær kólna.
 
Blandið saman dijon-sinnepi, majónesi, beikoni og vorlauk. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk, skreytið með mandarínum og blaðsellerí (sem gott er að skera með grænmetisflysjara).
 
 
Í framleiðslu
 • Hoisin sósa
 • Sneiddar gúrkur
 • Vorlaukur, skorinn fínt
 • Kóríander
 • Chili sósa eða Sriracha hot sósa ( má sleppa)
 
Aðferð
Sameinið salt og sykur. Setjið svínakjötið í plastpoka, hellið yfir salti og sykri og setjið í kæli í nokkra tíma eða yfir nótt.
 
Deigið: Leysið ger og sykur upp í volgu vatni (50°C) og látið það standa í 10 mínútur. Sigtið saman hveiti og lyftiduft. Sett til hliðar. Bætið bræddu smjöri og salti í gerblönduna. Hrærið hveitið saman við til að mynda mjúkt deigið. Hnoðið þar til slétt (5–10 mínútur). Sett í olíusmurða skál og hyljið létt með plastfilmu. Látið hefast á  heitum stað þar til deigið tvöfaldast að stærð. Þetta ætti að taka um 1–2 klst.
 
Svínakjöt: Hitið ofninn í 150°C.  Takið svínakjöt úr saltinu og setjið í ofnfast fat. Fitan snýr upp. Hellið kjúklingasoði og 1/2 bolla aukalega af vatni í fatið. Lokið þétt með álpappír og steikið svínakjötið í um 2 1/2 klst., eða þar til það er maukeldað. Fjarlægið álpappír  og hitið ofninn í 220°C. Steikt í 20 mínútur til vibótar eða þar til kjöt er gullið og fallegt. Fjarlægið úr ofninum og látið kólna niður í 30 mínútur. Skerið eða rífið niður svínakjöt og kryddið til með safanum úr fatinu. Þetta er hægt að gera daginn áður en bollurnar eru búnar til.
 
Gufusoðnar bollur:  Mótið deigið í litlar kúlur og setjð yfir plastfilmu til að halda fersku. Takið hvert stykki af deigi og rúllið út í flatkökur. Burstið deigið létt með olíu og brjótið saman. Látið hefast í  aðrar 20 mínútur (gott að setja á smjörpappír). Bollurnar er hægt að gera fyrirfram líkt og kjötið.
Undirbúið eimbað í wokpönnu eða pott með sigti. Bollurnar ættu að vera í a.m.k. 3 cm frá vatninu. Setjið nokkrar bollur í sigtið og lokið. Gufusjóðið í um 7 mín. eða þar til bollurnar eru loftkenndar og hvítar.
Hitið svínakjöt í pönnu með pönnusafanum. Smyrjið hverja bollu með hoisin-sósu og fyllið með svínasíðum og gúrkum. Gott er að strá muldum salthnetum, kóríander og vorlauk yfir. Berið fram strax.
 
Grænmetisréttur með kókosmjólk og rauðu karrý
 • 2 msk. olía sesamolía 
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 500 g blandað grænmeti, skorið í teninga
 • 1–2 msk. rautt karrý (allt eftir því hversu sterkt þið þolið)
 • 1 paprika, skorin í strimla
 • 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
 • 1 dós kókosmjólk
 • 1 msk. hnetusmjör
 • safi úr 1 lime
 • 1/2 búnt kóríander, til skrauts
 • 50 g salthnetur 
 • salt og pipar
Aðferð
Látið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn lítillega við meðalhita. Bætið grænmetinu út á pönnuna og steikið í 3–4 mínútur (tilvalið að nota afgangs grænmeti, blöndu eða taka til í grænmetisskúffunni í ísskápnum) eða þar til það fer að mýkjast. Hellið kókosmjólkinni síðan út á pönnuna ásamt hnetusmjöri og limesafa. Bætið kóríander saman við og kryddið til. Hitið að suðu og látið sjóða í 1 mínútu. Berið fram með hrísgrjónum. Skreytið með kóríander.

2 myndir:

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...