Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Draumur þyngist um tvö kíló á dag
Fréttir 15. febrúar 2019

Draumur þyngist um tvö kíló á dag

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í júní árið 2017 voru keyptar 38 kýr af íslenskum bændum og skömmu síðar var fósturvísum úr norsku Aberdeen Angust holdakúakyni komið fyrir í kúnum. Ellefu kýr héldu og fæddust kálfarnir síðastliðið haust og er von á fyrsta kjötinu af þeim á markað næsta haust.

Að sögn Sveins Sigurmundssonar, framkvæmdastjóra Búnaðar­sambands Suðurlands og Nautíss,  dafna kálfarnir vel og vaxa hratt um þessar mundir.

Kálfurinn Draumur skömmu eftir burð. Við þyngdarmælingar sýnir hann þyngdaraukningu upp á um tvö kíló á dag.

„Kálfarnir eru vigtaðir hálfsmánaðarlega og þyngjast vel, oft um og yfir 1,5 kíló á dag. Sá sem mestan vöxt sýnir er Draumur og er oft með þungaaukningu yfir tvö kíló á dag sem er óvenju mikið.“

Rólegir og geðgóðir

„Fyrsti Angus-kálfurinn fæddist 30. ágúst síðastliðinn og hlaut nafnið Vísir. Síðan komu kálfarnir einn af öðrum í heiminn og þegar síðasta kýrin bar um miðjan september höfðu fæðst tólf  kálfar, sjö kvígur og fimm naut en ein kýrin bar tveimur kvígum. Burðurinn gekk yfirleitt vel en í tveimur tilfella þurfti aðstoð. Í öðru tilvikinu kom ekki sótt á kúna og í hinu var um afturfótafæðingu að ræða.
Mikill lífsþróttur er í kálfunum og þeir áberandi rólegir og geðgóðir.“

Einangrun lýkur í júlí

Sveinn segir að kálfarnir hafi verið færðir í einangrun snemma í október eftir góða dvöl í kálfagarði í góðviðrinu í september og fylgdu sex kýr þeim inn í einangrunina.

„Einangruninni lýkur í byrjun júlí næsta sumar og þá má taka sýni úr gripunum. Að lokinni greiningu er hægt að fara að taka sæði úr þeim haustið 2019 sem verður flutt á Nautastöð BÍ og dreift þaðan. Þá verða nautin seld hæstbjóðanda á útboði eða uppboði sem á eftir að útfæra nánar og mun sæði standa bændum til boða næsta haust. Kvígurnar verða sæddar með innfluttu sæði og væntanlega teknir fósturvísar úr þeim sem verða boðnir bændum,“ segir Sveinn.

Sveinn segir að fyrsta kjötið af kálfunum sé væntanlegt á markað í fyrsta lagi um áramótin 2021 og 2022. 

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...