Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dráttarvél fór niður um ís og bóndinn skreið út um afturrúðuna
Mynd / Björgunarfélagið Blanda
Líf og starf 6. febrúar 2019

Dráttarvél fór niður um ís og bóndinn skreið út um afturrúðuna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Mér varð ekki meint af, fékk smávegis vatn ofan í annað stígvélið, annað var það nú ekki,“ segir Páll Þórðarson, bóndi á Sauðanesi, sem lenti í því að missa dráttarvél sem hann ók eftir Svínavatni niður um ísinn.

Páll kveðst áður hafa ekið eftir vatninu nokkrar ferðir og þá verið í lagi með ísinn, en af einhverjum ástæðum hefði hann verið veikari fyrir á þessum stað en annars staðar. „Það var frekar grunnt á þessum slóðum og ég met það ekki svo að ég hafi verið hætt kominn, þetta er bara óhapp sem ég komst óskaddaður frá,“ segir hann. Páll náði að koma sér út um afturrúðuna áður en vélin sökk.

Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi var kölluð út og fór vaskur hópur félaga með tæki og tól á staðinn og hóf aðgerðir til að bjarga vélinni upp úr vatninu. Vélin var um það bil 20 metra frá landi og stóð um það bil helmingur hússins upp úr vatninu.

Björgunarsveitarmenn mættir á svæðið með beltagröfu Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. 

Beltagrafa braut sér leið að vélinni

Brugðið var á það ráð, eftir að aðstæður höfðu verið metnar, að fá lánaða beltagröfu sem er í eigu Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. og stóð við Laxárvirkjun. Án hennar hefði aðgerðin tekið mun lengri tíma með keðjusögum og öðrum verkfærum. Beltagrafan braut sér leið í gegnum ísinn að vélinni og var hún að því búnu dregin að landi.

„Þetta fór allt eins vel og það gat farið og er dráttarvélin nú komin inn á verkstæði í afvötnun og þurrkun,“ segir í Facebook-færslu Björgunarsveitarinnar Blöndu.

Páll hefur fengið vélina í hendur á ný en kveðst ekki vita enn um tjón, enn sé óljóst hvort rafkerfið hafi þolað að blotna. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...