Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dracaena – nægjusamur lofthreinsir
Á faglegum nótum 6. mars 2019

Dracaena – nægjusamur lofthreinsir

Höfundur: Elínborg Erla Ásgeirsdóttir

Dracaena ættkvíslin inniheldur 113 tegundir sem eiga heimkynni í hitabelti Asíu og Afríku. Þessar tegundir eru tré eða runnar, stofnarnir eru oft trjákenndir og einkennandi fyrir ættkvíslina eru rætur plantnanna sem eru appelsíngular eða gular á litinn.


Þessar tegundir eru ræktaðar vegna blaðfegurðar og afbrigði með mislit blöð eru algeng. Ættkvíslin er líkt og margar aðrar þekktar pottaplöntur af spergilsætt, Asparagaceae.  

Hvað á blómið að heita?

Algengasta Dracaena tegundin sem ræktuð er sem pottaplanta er líklega Dracaena marginata. Þegar íslenskt heiti þeirrar plöntu er til umræðu vandast þó málið. Madagaskardreki, Skúfdreki og Drekalilja eru allt nöfn sem notuð hafa verið yfir tegundina. Flestir hafa þó líklega alist upp við að kalla tegundina Drekatré, og verður notast við það hér.

Útlit

Drekatré hefur trékenndan stofn og nær 2-3 metra hæð í heimahúsum. Efst á stofninum mynda blöðin glæsilega blaðhvirfingu. Blöðin eru löng og mjó, ýmist einlit, græn eða tvílit. Afbrigði með rauða blaðjaðra er algengt í verslunum. Á ungum plöntum standa blöðin beint upp í loftið, en þegar plantan eldist og þroskast slúta þau meira. Sumum sýnist plantan minna á pálmatré.

Gæludýrunum okkar finnst laufið líklega minna á gras og eiga bæði hundar og kettir það til að naga þau. Drekatré inniheldur kísilkristalla sem geta safnast upp í nýrum þessara dýra og skaðað þau. Gæludýraeigendum er því ráðlagt að koma drekatrénu fyrir þar sem þau ná ekki til.

Engar sérkröfur um aðbúnað og umhirðu

Drekatré þrífst best á björtum stað án þess að vera í beinu sólskini en sættir sig alveg við að standa í skugga. Vökva þarf hóflega og moldin má þorna vel stöku sinnum. Plantan þarf ekki mikinn áburð og sé henni umpottað á u.þ.b 2 ára fresti í næringarríka mold, gjarnan gamla safnhaugamold, ætti sú næring að duga. Annars má vökva með daufum pottablómaáburði í um það bil fjórðu hverri vökvun yfir sumartímann.

Hér er komin fullkomin pottaplanta fyrir fólk sem langar í hávaxna plöntu en hefur takmarkað gólfpláss þar sem potturinn tekur lítið pláss miðað við hæð plöntunnar. Drekatrénu er eiginlegt að missa neðstu blöðin eftir því sem ný myndast. Þetta getur þó orðið til þess að plantan fái hálf veiklulegan vöxt, sérstaklega ef hún stendur í skugga. Til að sporna gegn því má klippa ofan af plöntunni með reglulegu millibili. Eftir klippinguna vaxa út nýjar greinar þar sem klippt var og afklippurnar má síðan nýta sem græðlinga.

Á þennan hátt er einnig hægt að halda plöntunni lágvaxinni en þéttri sé þess óskað.

Afburða lofthreinsir og klassík

Allur gróður bætir loftgæði í nærumhverfi sínu, en sumar plöntur eru þó sérstaklega duglegar hvað þetta varðar. Drekatré er einmitt ein af þeim. Samkvæmt rannsóknum NASA getur drekatré hreinsað mörg óæskileg efni úr andrúmslofti heimilisins.


Drekatré hefur verið vinsælt svo lengi að það hlýtur að flokkast undir klassík í pottaplöntuheiminum. Fáar plöntur eru nægjusamari í umhirðu en tilbúnar til að fyrirgefa vanrækslu. Það getur lifað áratugum saman og hreinsar andrúmsloftið á meðan það gleður augað. Íslenskir pottaplöntuframleiðendur hafa verið duglegir að framleiða þessa glæsilegu plöntu sem ætti að fást í næstu blómabúð.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...