Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson gerður að heiðursfélaga
Líf&Starf 8. desember 2017

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson gerður að heiðursfélaga

Aðalfundur Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL) fór fram 12. nóvember síðastliðinn í Félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15 í Reykjavík. Fundurinn var auglýstur þann 5. nóvember en fresta þurfti fundi um viku vegna veðurs.
 
Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2017 var lesinn, reikningar voru samþykktir, kosningar fóru fram og önnur mál voru rædd. Stjórn félagsins skipa: Hugi Ármannsson formaður, Valgerður Auðunsdóttir gjaldkeri og Magnús Ingimarsson ritari. Í varastjórn sitja Gréta Björg Erlendsdóttir og Ingi Vignir Gunnlaugsson.
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson var gerður að heiðursfélaga í ERL. Hann hefur átt mikið og gott samstarf við félagsmenn og stjórn ERL undanfarin ár og hefur sýnt félaginu og starfi þess einstakan áhuga og velvild. 
Á fundinum var margt rætt, má þar nefna:
 
Rætt um námskeiðahald. Félagið ásamt Endurmenntun LbhÍ skipulögðu námskeið um landnámshænuna og hænsnahald sem féll niður því lágmarksþátttaka náðist ekki. Stjórn var falið að endurhugsa fyrirkomulag námskeiðisins og leggja drög að annarri tilraun.
 
Á heimasíðu félagsins www.haena.is hefur verið hægt að senda stjórn póst eða sækja um vottun á ræktunarstofni í gegnum þar til gerð skráningarform. Það hefur þó komið í ljós að þær tilkynningar sem þarna hafa verið sendar um nokkurt skeið hafa ekki borist stjórninni. Stjórn ERL hvetur því alla sem notað hafa þetta samskiptaform að ítreka umsóknir sínar með því að hringja í stjórnarmeðlimi eða senda póst a m.ingimars@gmail.com.
 
Vottun landnámshænsna á ræktunarbúum kom einnig til tals. Þetta er langtímaverkefni sem er stór liður í verndun stofnsins fyrir blöndun við aðra hænsnastofna. Félagið hefur boðið félagsmönnum sínum gjaldfrjálsa úttekt í samræmi við útlitsstaðal ERL. Þó nokkrir bíða heimsóknar og var stjórn falið að skipuleggja 2–4 víðtækar ferðir vegna vottunar á næsta ári með skipulögðum hætti. Nú þegar hafa 29 ræktunarbú hlotið vottun af hálfu félagsins og halda fugla sem standast útlit og atferliseinkenni landnámshænunnar. Sjá má lista yfir þessa ræktendur í 1. tölublaði Landnámshænunnar 2017.
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...