Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ragnar Eiríksson tekur við Michelin-styttunni.
Ragnar Eiríksson tekur við Michelin-styttunni.
Mynd / Mynd / skjáskot frá viðburðinum
Fréttir 22. febrúar 2017

DILL fær Michelin-stjörnu

Höfundur: smh
DILL Restaurant hlaut í morgun eina Michelin-stjörnu, sem er ein eftir­sóttasta viðurkenning í heimi veitingahúsareksturs. 
 
DILL er þar með fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem fær stjörnu, en Michelin veitir ýmist eina, tvær eða þrjár stjörnur. Sjaldgæft er að veittar séu þrjár stjörnur og einungis þeir sem státa af nánast óaðfinnanlegum veitingastöðum að mati Michelin hlotnast slíkur heiður. 
 
Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum, tók við viðurkenningunni í gærmorgun, þegar Michelin Nordic Guide-viðburðurinn var haldinn.  Hann sagðist af því tilefni vera stoltur og auðmjúkur – og að þetta væri afar mikilvægt fyrir allan veitingahúsarekstur á Íslandi. Þar kom líka fram að einungis fimm manns eru í matreiðsluteyminu á DILL Restaurant.
 
Þess má geta að Færeyingar fengu líka sína fyrstu Michelin-stjörnu þegar KOKS í Þórshöfn fékk eina stjörnu. 

Skylt efni: DILL Restaurant | Michelin

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...