Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Demantablóm
Fréttir 8. maí 2015

Demantablóm

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðfræðingar hafa fundið áhugavert samhengi milli vaxtar plöntu sem vex í Líberíu og demanta.

Komið hefur í ljós að skógarplanta sem kallast Pandanus candelabrum og flokkast sem skúfpálmi vex í miklum mæli þar sem demanta er að finna undir yfirborðinu.

Lengi hefur verið vitað að ákveðnar plöntur vaxa betur í jarðvegi sem er að finna í gull eða kopar. Dæmi um plöntu sem kann að meta kopar er Lychnis alpina sem margir þekkja sem ljósbera.

Hvað P. candelabrum varðar þá er hún fyrsta plantan sem vitað er um sem gefur til kynna að demantar kunni að leynast í jarðveginum. Þar sem um skógarjurt er að ræða er hætt við að námufélög geri út menn til að leita að plöntunni í skógum og hefji námuvinnslu þar í framhaldinu.

Grasafræðingar við Kew grasagarðinn segja plöntuna afar sjaldgæfa og að lítið sé vitað um P. candelabrum og því verði að fara varlega í að tengja vöxt hennar við demantanámur og æða með stórvirkar vinnuvélar inn í skóga þar sem plantan vex og byrja að grafa.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f