Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blómgunartími dalía er 6–8 vikur og eru blómin ákaflega fjölbreytt að stærð og lit.
Blómgunartími dalía er 6–8 vikur og eru blómin ákaflega fjölbreytt að stærð og lit.
Fræðsluhornið 3. júlí 2019

Dásamlegar dalíur – glæsilegir glitfíflar

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Dalíur hafa verið vinsælar garðplöntur í Evrópu allt frá því þær bárust þangað fyrst frá Ameríku árið 1789. Áður höfðu Aztekar ræktað þær sem nytjaplöntur en rótarhnýðin voru nýtt til matar.

Einhverra hluta vegna náði þessi fæðuflokkur ekki vinsældum hérna megin Atlantsála en vinsældir dalíanna sem skrautplantna áttu eftir að ná miklum hæðum.

Íslendingar tóku dalíum opnum örmum eins og aðrar þjóðir og vöktu þær svo mikla hrifningu að sérstakur dalíuklúbbur var stofnaður innan Garðyrkjufélags Íslands um ræktun plantnanna. Sá klúbbur er enn starfandi og þykir mikill heiður að fá inngöngu í hann, þótt tengsl hans við Garðyrkjufélagið séu kannski óljósari en áður.

Dahlia x cultorum. Fyllt með bleikum kanti.

Fjölgað með fræi eða hnýðum

Íslenskt heiti dalí­anna er glitfífill en einhverra hluta vegna hefur það heiti ekki náð miklu flugi, í daglegu tali er alltaf talað um dalíur. Þær dalíur sem mest eru ræktaðar hérlendis eru flokkaðar í tvo hópa, sáðdalíur sem eru frekar lágvaxnar og ræktaðar upp af fræi og svo hnýðisdalíur sem eru ræktaðar upp af hnýðum og geta orðið mjög stórar og myndarlegar. Dalíur tilheyra körfublómaættinni.

Endalaus litadýrð

Sáðdalíur eru, eins og áður sagði ræktaðar upp af fræi og er sáð til þeirra á vorin. Blómgunartími þeirra er um 6–8 vikur yfir sumarið og eru blómin ákaflega fjölbreytt að stærð og lit. Blóm dalíanna geta verið frá því að vera einföld (með einfalda röð af tungukrónum í jaðri blóms) yfir í að vera þéttfyllt. Blómlitir dalíanna eru hvítir, gulir, appelsínugulir, rauðir og bleikir en þær eiga það sameiginlegt með rósum að þær eru aldrei bláar.  Hæð sáðdalía er um 30–50 cm, þær mynda fallegan blaðbrúsk og standa skrautleg blómin svo upp úr honum á grönnum blómstönglum. 

Allar dalíur vilja sólríkan, hlýjan og skjólgóðan vaxtarstað.

Hnýðisdalíur eru ræktaðar upp af hnýðum sem fást í öllum betri blómaverslunum á vorin. Einnig bjóða margar garðyrkjustöðvar upp á forræktaðar plöntur í pottum og eru þær þá yfirleitt tilbúnar til að fara út í garð. Hnýðisdalíur eru aftur flokkaðar í fjölmarga hópa eftir stærð og lögun blómanna. Sumar þeirra eru með svo stór blóm að þau eru á stærð við barnshöfuð. Til eru hnýðisdalíur með kúlulaga blóm, sumar eru með örmjó krónublöð en yfirleitt eru þær allar með fallega fyllt blóm. Blómlitir hnýðisdalía eru eins og annarra dalía, nær allir litir nema blár og oft eru þær tvílitar.

Birtan skiptir máli

Allar dalíur eiga það sameiginlegt að vilja sólríkan, hlýjan og skjólgóðan vaxtarstað. Blóm plantnanna eru svo stór og á það grönnum stilkum að hætt er við að þau brotni af í hvassviðri. Dalíur kjósa rakaheldinn og frjósaman jarðveg og mikilvægt er að muna eftir að gefa þeim áburð ef þær standa í pottum eða kerum. Einnig er skynsamlegt að styðja við blómstöngla hnýðisdalía með bambuspriki, til að draga úr hættunni á skakkaföllum og stöngulbroti. 

Sagt hefur verið að blóm dalía nálgist það að vera fullkomin, frá sjónarhorni fegurðar og blómlögunar, að öllu leyti nema því að blómin ilma ekki. Það gæti valdið vonbrigðum hjá sumum en gleði hjá öðrum því ekki eru allir hrifnir af mikið ilmandi plöntum. 

Sagt hefur verið að blóm dalía nálgist það að vera fullkomin, frá sjónarhorni fegurðarinnar.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...