Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kannabis, Danmörk, lækningar
Kannabis, Danmörk, lækningar
Fréttir 31. ágúst 2017

Danskir kannabisbændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisráðherra Dana hefur samþykkt að danskir bændur sem fá til þess sérstakt leyfi megi rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni.

Ráðherrann, Ellen Trane Nørby, sagði þetta í samtali við Ritzau-fréttastofuna fyrr í sumar.

Leyfileg ræktun í lækningaskyni

„Nú er orðið leyfilegt að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni í Danmörku og ég vona að bændur sjái sér hag í ræktuninni. Ég vona einnig að bændur þrói aðferðir sem henti vel til ræktunar á kannabis til lækninga. Lengi hefur verið vitað að kannabis hefur verkjastillandi áhrif og það notað til slíks af sjúklingum sem þjást af krabbameini, heila- og mænusigi eða mænuskaða svo dæmi séu tekin,“ sagði Nørby.

Danska stjórnin samþykkti lög sem taka gildi 1. janúar 2018, sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabisdropa til að lina þjáningar.

Heilbrigðisráðherrann leggur áherslu á að ræktunin muni fara fram undir ströngu eftirliti til að tryggja gæði framleiðslunnar.

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...