Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kannabis, Danmörk, lækningar
Kannabis, Danmörk, lækningar
Fréttir 31. ágúst 2017

Danskir kannabisbændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisráðherra Dana hefur samþykkt að danskir bændur sem fá til þess sérstakt leyfi megi rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni.

Ráðherrann, Ellen Trane Nørby, sagði þetta í samtali við Ritzau-fréttastofuna fyrr í sumar.

Leyfileg ræktun í lækningaskyni

„Nú er orðið leyfilegt að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni í Danmörku og ég vona að bændur sjái sér hag í ræktuninni. Ég vona einnig að bændur þrói aðferðir sem henti vel til ræktunar á kannabis til lækninga. Lengi hefur verið vitað að kannabis hefur verkjastillandi áhrif og það notað til slíks af sjúklingum sem þjást af krabbameini, heila- og mænusigi eða mænuskaða svo dæmi séu tekin,“ sagði Nørby.

Danska stjórnin samþykkti lög sem taka gildi 1. janúar 2018, sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabisdropa til að lina þjáningar.

Heilbrigðisráðherrann leggur áherslu á að ræktunin muni fara fram undir ströngu eftirliti til að tryggja gæði framleiðslunnar.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...