Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kannabis, Danmörk, lækningar
Kannabis, Danmörk, lækningar
Fréttir 31. ágúst 2017

Danskir kannabisbændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisráðherra Dana hefur samþykkt að danskir bændur sem fá til þess sérstakt leyfi megi rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni.

Ráðherrann, Ellen Trane Nørby, sagði þetta í samtali við Ritzau-fréttastofuna fyrr í sumar.

Leyfileg ræktun í lækningaskyni

„Nú er orðið leyfilegt að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni í Danmörku og ég vona að bændur sjái sér hag í ræktuninni. Ég vona einnig að bændur þrói aðferðir sem henti vel til ræktunar á kannabis til lækninga. Lengi hefur verið vitað að kannabis hefur verkjastillandi áhrif og það notað til slíks af sjúklingum sem þjást af krabbameini, heila- og mænusigi eða mænuskaða svo dæmi séu tekin,“ sagði Nørby.

Danska stjórnin samþykkti lög sem taka gildi 1. janúar 2018, sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabisdropa til að lina þjáningar.

Heilbrigðisráðherrann leggur áherslu á að ræktunin muni fara fram undir ströngu eftirliti til að tryggja gæði framleiðslunnar.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...