Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kúabændurnir með verðlaunin, frá vinstri: Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir í Birtingaholti 4, Björgvin Viðar Jónsson í Dalbæ og Aðalsteinn Þorgeirsson fyrir hönd Núpstúnbænda.
Kúabændurnir með verðlaunin, frá vinstri: Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir í Birtingaholti 4, Björgvin Viðar Jónsson í Dalbæ og Aðalsteinn Þorgeirsson fyrir hönd Núpstúnbænda.
Mynd / Gunnar Kristinn Eiríksson
Fréttir 30. mars 2022

Dalbær er afurðahæsta búið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Aðalfundur Nautgripa­ræktar­félags Hrunamanna fór nýlega fram. Á fundinum voru eftirtalin verðlaun veitt:

Fjóla í Birtingaholti 4 tók við Huppuhorninu fyrir efnilegustu kvígu félagsmanna. Sú heitir Skerpla 1699 frá Birtingaholti 4 með 310 stig. Björgvin Viðar í Dalbæ tók við tvennum verðlaunum fyrir hönd móður sinnar, Arnfríðar í Dalbæ.

Dalbær var afurðahæsta búið á síðasta ári með 8.342 kg mjólkur og 700 kg MFP. Þar var einnig afurðahæsta kýrin en hún heitir Snúra 546 frá Dalbæ, sem mjólkaði 13.293 lítra.

Aðalsteinn á Hrafnkelsstöðum var staðgengill Núpstúnsbænda og tók við verðlaunum þeirra fyrir ræktunarbú ársins. Þau voru með 690 kg MFP og er það 164 kg aukning milli ára.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...