Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dalbær
Bóndinn 23. ágúst 2018

Dalbær

Eftir að hafa verið sauð­fjárbændur í 11 ár á leigujörð ákváðu Bjarni Másson og Bryndís Eva Óskarsdóttir að breyta til og kaupa sína eigin jörð og skipta um búgrein. 
 
„Við vorum svo heppin að ná að festa kaup á Dalbæ sumarið 2017 og tókum svo við um áramótin síðustu. 
 
Við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað og nýrri búgrein,“ segja þau Bjarni og Bryndís.
 
Býli: Dalbær.
 
Staðsett í sveit:  Flóahreppi.
 
Ábúendur: Bjarni Másson, Bryndís Eva Óskarsdóttir, Már Óskar Bjarnason, 7 ára og Haukur Atli Bjarnason, 2 ára.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ásamt okkur fjórum búa á bænum hundarnir Tónn og Rex. Einnig kettirnir Snúður og Tása.
 
Stærð jarðar?  310 hektarar.
 
Gerð bús? Mjólkur- og nauta­kjöts­framleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 65 mjólkurkýr, 60 naut og 80 kvígur. Einnig tíu hross, tvo Border Collie hunda og tvo ketti.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrsti fjósamaður fer út kl. 6.30, hinn græjar börnin í skólann og kemur svo. Morgunkaffi kl. 9.30, borðaður grautur með rjóma. Gjafir í öllum húsum fyrir hádegi. Reynt að sinna sem flestum verkum sem til falla á milli mjalta. 
Kvöldmjaltir kl. 17. Reynum að hafa kvöldin laus til að sinna útreiðum og félagsmálum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast, jarð­rækt og heyskapur. Leiðinlegast að fást við veika gripi og gera við ónýtar girðingar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Maður stefnir alltaf á að bæta allt eins og hægt er, en gripafjöldi yrði svipaður. 
Með betri mjaltaaðstöðu og aukinni jarðrækt.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í nokkuð góðum farvegi. Það þarf hins vegar að halda vel á spöðunum á næstu misserum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef við höldum í hreinleika og gæði vörunnar.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Teljum að það séu mestu möguleikarnir í skyri og lambakjöti; hreinar, hollar og góðar vörur.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og rjómi. 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerð pitsa eða grillað kjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er frá 1. janúar 2018, þegar við tókum við búinu í Dalbæ.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...