Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sumarliði Erlendsson tekur við viðurkenningu fyrir hönd frænda síns, Kristins í Árbæjarhjáleigu, fyrir besta lambhrútinn. Með honum er Brynjar Gísli Stefánsson í Þjóðólfsshaga.
Sumarliði Erlendsson tekur við viðurkenningu fyrir hönd frænda síns, Kristins í Árbæjarhjáleigu, fyrir besta lambhrútinn. Með honum er Brynjar Gísli Stefánsson í Þjóðólfsshaga.
Mynd / Sigríður Heiðmundsdóttir
Líf&Starf 28. október 2015

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: EGM
Félag sauðfjárbænda í Rangár­vallasýslu stóð fyrir degi sauðkindarinnar í félagsheimilinu Skeiðvangi á Hvolsvelli þann 17. október. Var þetta í áttunda sinn sem slíkur viðburður er haldinn.
 
Á sýninguna komu efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru dæmdir upp á nýtt. Um 300 gestir mættu á sýninguna. 
 
Efstu lambhrútar
 
Nr. 43 frá Árbæjarhjáleigu með  89.5 heildarstig. F: Bursti  12-912.
Nr.  358 frá Saurbæ með  88 heildarstig. F: Babar 14-078.
Nr. 11 frá Djúpadal með  88 heildarstig. F: Snævar 12-333.
 
Veturgamlir hrútar
 
14-354 Farsæll frá Hemlu með 38.5 stig BML og 90 heildarstig. F: Fannar 10-488. 
14-520 Fannar frá Kálfholti með 37.5 stig BML og 90 heildarstig. F: Bellman 13-193 Álfhólum.
14-138 Hnökri frá Vestra Fíflholti með 37.5 BML og 89 heildarstig. F: Bekri 12-911.
 
Gimbrar
 
Nr. 5126 frá Austvaðsholti  með 9.5 fyrir frampart, 19 læri og heildarstig 47.5.
Nr. 666 frá Teigi með 9.5 fyrir frampart, 19 fyrir læri og 46.5 heildarstig.  
Nr.  38 Frá Skíðbakka 1 með 9.5 fyrir frampart, 19 læri og heildarstig 46.5.
 
Gestir völdu litfegursta lambið og var valin svartflekkótt gimbur frá Brekku í þykkvabæ.
Verðlaun voru veitt fyrir 5 vetra ær sem standa efstar í kynbótamati í sýslunni. 4 af 5 efstu ánum voru frá Skarði. Efsta ærin var 10-110 frá Skarði með 118.5 stig.
 
Veitt voru verðlaun fyrir þyngsta dilk úr sýslunni lagðan inn hjá SS nú í haust. Hann var frá Sigrúnu Brynju Haraldsdóttur, Svanavatni og vó 29 kg og DU3.
 
Þá var útnefnt ræktunarbú Rangárvallasýslu 2014.  Félagsbúið Ytri-Skógum.
Styrktaraðilar sýningarinnar voru Húsasmiðjan Hvolsvelli, SS sem gaf gestum kjötsúpu og fjörulæri fyrir þyngsta dilkinn. Aurasel og Fóðurblandan lánuðu grindur.
 
Verðlaunagripir voru útskornir af Ragnhildi Magnúsdóttur í Gígjarhólskoti og mynd máluð af Gunnhildi Jónsdóttur, Berjanesi.
 
Í lokin voru boðin upp 2 lömb sem voru gefin til að standa undir kostnaði.  

5 myndir:

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.