Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Asískar steiktar risarækjur á baguette-brauði.
Asískar steiktar risarækjur á baguette-brauði.
Matarkrókurinn 27. maí 2016

Croque Monsieur, asískar risarækjur og banana-töfraís

Croque Monsieur
Hvað gæti verið einfaldara en að undirbúa þína eigin Croque Monsieur-samloku? Hún er best þegar hún er gerð frá grunni (eða á frönsku kaffihúsi), borðuð beint úr ofninum með smá fersku salati.
  • 8 sneiðar af brauði ( franskbrauð eða gróft brauð ef á að bæta samviskuna)
  • 600 g ekta skinka
  • 600 g brauðostur, Frakkinn notar Emmental-ost

Ostasósa
  • 160 ml sýrður rjómi
  • 120 g rifinn ostur
  • 200 g rifinn parmesan-ostur
  • 4 eggjarauður
  • Nýmalaður pipar
  • 40 g smjör til að smyrja brauðið
Aðferð
Skerið brauðið í 1 cm sneiðar.
 
Blandið saman í skál sýrðum rjóma, rifnum osti og parmesan. Bætið eggjarauðu við. Kryddið með pipar.
Smyrjið eina hlið af brauðsneiðinni, þá er sett sneið af skinku og sneið af osti á hverja samloku – og svo ostakremið á toppinn.
 
Samlokan er  ristuð undir grilli í heitum ofni í 2 mínútur.
 
 
Asískar steiktar risarækjur á baguette-brauði
 
Prófaðu að nota engifer, turmerikrót og hvítlauk í matreiðsluna. Þessi krydd eru víst allra meina bót og mjög bragðgóð, með risarækju eða fiski á grillið eða á pönnu.
  • 2 litlir hnúðar fersk turmerikrót (eða 2 tsk. duft), skræld og rótin hökkuð
  • 1 (1 cm) stykki ferskt engifer, skrælt og hakkað
  • 2 hvítlauksgeirar, marnir eða saxaðir 
  • 3 msk. sojasósa 
  • 2 msk. ferskur lime-safi
  • 2 matskeiðar sykur
  • 1/4 bolli appelsínusafi eða (turmerik safi sem fæst víða)
  • 100 g kalt smjör
  • 1/4 tsk. svartur pipar
  • 2 pakkar  stórar rækjur, skellausar en með hala á til skrauts
Blandið saman turmerik, engifer, hvítlauk, soja, lime-safa, sykur í blandara (eða mortel) og blanda þar til slétt. Setjið rækju í stóra skál, hellið kryddlög  yfir og látið standa við stofuhita í 20 mínútur. Steikið við háan hita á pönnu eða grilli (setjið svo í pönnu ef rækjurnar eru grillaðar).  Bætið safa og smjöri við og hrærið vel saman. Kryddið með svörtum pipar og salti eftir smekk. 
Berið fram á baguette-brauði með fetaosti og agúrku og kryddjurtum að eigin vali, ef þess er óskað.
 
 
Banana töfraís
 
Ef þú átt gamla banana – til hamingju!
Þú vissir kannski ekki að bananar geta breyst í stórkostlegan ís.
Frystur banani er góður dýfður í súkkulaði eða sem kúluís með aðeins tveimur aukaefnum eftir bragðsamsetningum.
 
Pinnabanani 
 
Pinnabanana þekkja margir (frosinn banani settur á pinna og dýft í súkkulaði með möndluflögum til að mynda).
 
Og þetta er einungis grunnurinn.
 
Auðvelt er að gera tilraunir með því að bæta einu til tveimur innihaldsefnum við, til að gera banana að kúluís.
 
Til dæmis gæti það verið ein matskeið af hnetusmjöri, matskeið af hunangi, maple-sírópi eða jafnvel Nutella. Einnig mætti hugsa sér  kakóduft eða að bæta nokkrum  jarðarberum við.
 
Frysta banana og (ber) í sneiðum í  loftþéttum umbúðum.
 
Hægt er að borða ísinn strax, en best er að vinna hann saman í matvinnsluvél eða blandara og frysta aftur og borða eins og hefðbundinn ís.
 
Þú þarft:
  • 1–3 stk. stórir þroskaðir banananar
 
Aðferð

Afhýða banana og skera í sneiðar. 

Setja banana í loftþéttar umbúðir.

Frystið bananann í að minnsta kosti 2 klukkustundir, en helst yfir nótt.

Skafið frystan banana ofan í matvinnsluvél eða öflugan blandara: 

Skyndilega gerist það að þú sérð að ísáferð er að myndast. Þá er bragðefnum bætt við að eigin vali. 

Flytjið í fallega skál og frystið aftur þar til ísinn er orðinn harður. Hægt er að borða ísinn strax, en þá mun hann vera mjúkur eins og mjólkurhristingur. 

Passið að blandarinn ykkar sé nógu öflugur til að vinna frystan banana og klaka.

3 myndir:

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...