Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Cletrac – saumavél þróast í traktor
Á faglegum nótum 24. apríl 2015

Cletrac – saumavél þróast í traktor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1866 settu Thomas H. White og synir á laggirnar litla verksmiðju til að framleiða saumavélar. Fyrirtækið gekk vel og feðgarnir færðu út kvíarnar og hófu framleiðslu á hjólaskautum og reiðhjólum.

Synirnir, sem hétu Rollin og Clarence, hófu svo framleiðslu á landbúnaðartækjum árið 1912. Bræðranna fyrsta verk var að stofna nýtt fyrirtæki sem fékk nafnið Cleveland Motor Company og undir því nafni hófu þeir framleiðslu á vélknúnum plógi. Plógur­inn þótti frábærlega vel hann­aður.

Snemma árs 1914 stungu bræðurnir af til Havaí-eyja þar sem þeir hönnuðu og smíðuðu frumgerðina að lítilli beltadráttarvél sem var prufukeyrð á ananasökrunum þar. Framleiðsla traktorsins hófst 1916 eftir að þeir höfðu aflað sér ýmissa einkaleyfa.

Beltavélar fyrir minni býli

Fyrstu árin framleiddu þeir eingöngu litlar, 12 til 20 hestafla, beltavélar sem ætlaðar voru minni býlum og hugsaðar þannig að hægt væri að keyra þær milli raða á kornökrum. Eða eins og sagði í auglýsingabæklingi fyrir Model F týpuna; „loksins er kominn á markaðinn traktor sem kemur í staðinn fyrir hesta og asna á verði sem venjulegir bændur ráða við.“ Til að sýna hversu einfalt væri að stjórna Model F týpunni fylgdi með mynd af ellefu ára dreng að keyra vélina. 

Árið 1926 setti fyrirtækið á markað beltavélar með nýja gerð af stýrisbúnaði sem var ólíkur öllum öðrum slíkum búnaði sem áður hafði sést. Búnaðurinn gerði ökumanninum kleift að hægja á öðru hvoru belti fyrir sig og þannig taka stærri beygjur. Búnaður annarra beltavéla á þessum tíma var þannig að vildu menn taka beygju urðu þeir að stöðva annað hvort belti og taka mjög skarpar beygjur.
Árið 1933 hófst framleiðsla á 100 hestafla beltatraktor með dísilvél sem hugsaður var til vegagerðar og fyrir stærri býli.

Bræðurnir reyndu einnig fyrir sér með hönnun á traktor á hjólum en sú framleiðsla náði aldrei neinu flugi og aðeins fáir slíkir fóru í sölu.

Hallar undan fæti

Í seinni heimsstyrjöldinni framleiddi fyrirtækið hrað­skreiða beltatraktora fyrir Bandaríkjaher.

Rekstur Cleveland Motor Company gekk illa á stríðsárunum og 1944 tók framleiðandi Oliver-dráttarvéla reksturinn yfir og um tíma var fyrirtækið rekið undir nafninu Oliver-Cletrac.

Árið 1962 keypti White Motor Company öll hlutabréf í Oliver’s Cleveland Crawler Tractor Company. Segja má að Cletrac hafi þannig verið komið í hendur upphaflegra eigenda sinna því fjölskylda saumavélaframleiðandans Thomas H. White stofnaði upphaflega White Motor Company.

Framleiðslu Cletrac belta­vélanna var hætt árið 1965 en þá höfðu 75 mismunandi gerðir þeirra verið settar á markað.

Skylt efni: Traktor

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...