Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Can-am Traxter.
Can-am Traxter.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 13. nóvember 2018

Can-am Traxter „Bóndabíll“

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á Landbúnaðarsýningunni í Laugardal var mikið af tækjum sem gaman hefði verið að prófa. Við innganginn á sýningunni stóð Can-am Traxter, opinn pallbíll sem ég kýs að kalla „Bóndabíl“ og er aðeins breiðari en fjór- og sexhjól sem umboðsaðilinn Ellingsen var að sýna.  
 
Þessi vinnubíll er skráður sem traktor og er þriggja manna bíll með palli.  Í lok sýningarinnar fékk ég að prófa gripinn á götum Reykjavíkur og eftir að Arnar sölumaður hafði farið yfir helsta búnað bílsins og sett sætishitarann í bílstjórasætinu á mesta hita skellti ég mér út í umferðina.
 
Ekki krafist hjálmaskyldu, þó mæli ég eindregið með því
 
Bíllinn er ætlaður fyrir þrjá og er með öryggisbelti og öryggisnet í stað hurðar og þar sem hann er með veltibúr er ekki skylda að vera með hjálm þegar honum er ekið. 
 
Við prófun á að hreyfa mig í ökumannssætinu og líkja eftir því að ég væri að velta bílnum sá ég að efsti hluti líkamans náði að fara vel út fyrir öryggisnetið og veltibúrið og hefði ég hæglega getað barið höfðinu í jörðina við veltu. Af þessum sökum var ég með hjálm því ég tók vel á bílnum og reyndi hann í miklum halla í húsgrunni í borginni (vel stöðugur og þolir mikinn halla).
 
Kraftmikil vél og mikið torfærutæki
 
 „Bóndabíllinn“ er skráður sem dráttarvél og innfluttur í samræmi við það, þá er reglan sú að bíllinn er innsiglaður á hámarkshraðanum 60 km á klukkustund.
 
Í prufuakstrinum innanbæjar í Reykjavík var ég alltaf eldsnöggur að ná hámarkshraðanum 60 og ef teknar voru beygjur á mikilli gjöf „driftaði“ bíllinn nokkrum sinnum hjá mér. Greinilegt að vélin er að skila góðum krafti niður í jörðina. 
 
Í húsgrunni sem ég stalst til að keyra bílinn í var mikið af stórgrýti. Þarna prófaði ég að láta bílinn labba yfir stórgrýtið í lága drifinu með öll hjól læst. Það var ekki laust við að ég væri aðeins smeykur þegar ég varð var við að ýmist fram eða afturhjól fóru á loft, en alltaf hélt bíllinn áfram lengra og lengra upp í grjóthauginn þar til mitt hugleysi sagði stopp.
 
Vél, útbúnaður og grunnverð
 
Vélin í Traxter er V 2, 799,9cc bensín-Rotaxvél og skilar 50 hest­öflum, fjöðrunin að framan og aftan eru 25,4 cm, hæð undir lægsta punkt er 28cm, burðargeta er 680 kg og á pallinn sem er 96,5 X 138,4 X 30,5 cm  má setja 390 kg.
 
Dráttargeta er 907 kg, bensíntankurinn tekur 40 lítra og er bíllinn ætlaður fyrir þrjár persónur að hámarki.
Bíllinn sem ég prófaði var á  upprunalegum dekkjum og felgum eins og hann kemur úr verksmiðjunni sem er 27 x 9 x 14 tommu felgustærð (hægt að setja mun stærri dekk undir bílinn þar sem plássið er mikið). Grunnverð á Can-am Traxter er 2.990.000 kr. án nokkurs aukabúnaðar, en prufubíllinn var afhentur nýjum eigendum með mikið af aukabúnaði.
 
Prufubíllinn seldur og settur á belti strax eftir sýningu
 
Strax eftir sýninguna fór bíllinn í Ellingsen í breytingu fyrir nýjan eiganda sem fékk bílinn afhentan á beltum. Beltin sem sett voru undir bílinn má keyra á öllu undirlagi og gefa mikið flot í snjó og votlendi og fer mun betur með gróið land heldur en venjulegir hjólbarðar. 
 
Ókosturinn við belti er mest í hraða, en með belti á flestum tækjum er niðurgírunin á bilinu 30–50% og við prófun á þessum bíl sýndi hraðamælirinn 44 en GPS mæling var 26 km á klukkustund. Þannig að á þessum beltum er niðurgírunin nálægt 40%. Hægt er að fá mikið af aukahlutum með bílnum aukalega s.s. hús, hliðarhurðir, framrúðu, miðstöð, hita í stýrið og margt fleira.
 
Leitaði upplýsinga hjá Varginum
 
Margir þekkja til „snapparans“, eða „Vargsins“ sem er veiðimaður á Snæfellsnesi og víðar, en hann á svipað útbúinn beltabíl sem hann notar mikið við minkaveiðar. Minkur í íslenskri náttúru er að mínu mati stærsta umhverfisslys Íslandssögunnar og ætti að leyfa að ganga ansi langt hvað varðar veiðiaðferðir við útrýmingu á honum, en þó innan skynsamlegra marka. 
 
Vitandi um hans notkun á sínum beltabíl spurði ég hann um helstu ráð varðandi kosti belta. Hann sagði mér að sinn bíll væri á beltunum allt árið og væri mikið notaður. Aðspurður um ráð varðandi endingu á beltinu þá sagðist hann vera farinn að forðast að nota bílinn á beltunum þegar þurrt er, en honum finnst beltin slitna of mikið við slíkar aðstæður. Í bleytu eru beltin betri en allt annað og skilja nánast engin för eftir í náttúrunni.
 
Allar nánari upplýsingar veita sölumenn hjá Ellingsen eða á vefslóðinni www.ellingsen.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 673  kg
Hæð 1.930 mm
Breidd 1.575 mm
Lengd 3.050 mm
 
 

 

6 myndir:

Skylt efni: Bóndabíll | Traxter | Can-am

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...