Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fulltrúar samstarfsfélaganna Byko og Lely Center á Íslandi, talið frá vinstri: Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely, Stefán Bragi Bjarnason, framkvæmdastjóri Lely, Halldór Þ.W. Kristinsson, söluráðgjafi bændavöru hjá BYKO og Þorsteinn Lárusson, sölustjóri tæknivöru hjá BYKO.
Fulltrúar samstarfsfélaganna Byko og Lely Center á Íslandi, talið frá vinstri: Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely, Stefán Bragi Bjarnason, framkvæmdastjóri Lely, Halldór Þ.W. Kristinsson, söluráðgjafi bændavöru hjá BYKO og Þorsteinn Lárusson, sölustjóri tæknivöru hjá BYKO.
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabændum lausnir við byggingu nýrra fjósbygginga sem og breytinga á eldri byggingum og viðbyggingum.

Samstarfið er byggt á þeim grunni að það sé kúabændum til hagsbóta á marga vegu.

Á undanförnum árum hafa margir kúabændur byggt ný fjós og/eða breytt gömlum meðal annars til þess að uppfylla nýjar reglur um aðbúnað gripa og dýravelferð. Sú þróun heldur áfram og á hverju ári bætast nýjar fjósbyggingar við.

Samstarfið hófst í Búrfelli í Svarfaðardal

Í tilkynningu frá félögunum segir að aðdraganda samstarfsins megi rekja aftur til ársins 2018 þegar BYKO og Lely Center Ísland sáu um nýbyggingu og mjaltabúnað fyrir bændur að Búrfelli í Svarfaðardal. Í upphafi árs 2021 var tilkynnt að kúabúið á Búrfelli í Svarfaðardal hefði verið nythæsta kúabú landsins (per kú að meðaltali). Fjósbyggingin á Búrfelli ásamt innréttingum er frá BYKO og öll sjálfvirka mjaltatæknin í fjósinu á Búrfelli er frá Lely Center Ísland.

„Það er því ljóst að félögin í sameiningu geta hjálpað bændum að ná eftirtektarverðum árangri í sínum búskap,“ segir Stefán Bragi Bjarnason, framkvæmdastjóri Lely Center Ísland.

Hugsað er til langrar framtíðar

Að sögn Stefáns Braga hyggjast BYKO og Lely Center Ísland bjóða kúabændum fjóslausnir þar sem hugsað er til langrar framtíðar. Tryggt verði að hönnun og frágangur fjósbygginga, endurbóta og viðbygginga sé á þann veg að gert sé ráð fyrir og hugsað fyrir nútíma tækni í kúabúskap og aukinni sjálfvirkni við búskapinn.

BYKO hefur um árabil boðið bændum fjölbreyttar lausnir fyrir nýbyggingar og endurbætur í sveitum landsins

Bæði límtré og stál

„Við hjá BYKO getum boðið hvort heldur sem er stálgrindar- eða límtrésbyggingar af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt munum við hafa aðgang að fjölbreyttum byggingalausnum sem Lely Center Ísland hefur unnið með í sínum verkefnum þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á vinnuhagræði og sjálfvirkni og þar af leiðandi aukna arðsemi bændanna,“ segir Halldór Kristinsson, verkefnastjóri bændavara hjá BYKO.

BYKO varð nýlega í efsta sæti í ánægjuvoginni fjórða árið í röð á sviði byggingavöruverslana og Lely Center Ísland er leiðandi í innleiðingu sjálfvirkni í íslenskum kúabúskap.

„Við bindum því miklar vonir við samstarfið og trúum því að það muni skila viðskiptavinum okkar, kúabændum, verulegum ávinningi,“ segir Stefán Bragi.

Byggt á kjörorðum beggja félaga

Samstarfið mun byggja á kjörorðum Byko og Lely sem eru:

Gerum þetta saman – Tryggjum sjálfbæra, arðbæra og ánægjulega framtíð í landbúnaði.

Skylt efni: Lely Center | BYKO

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...