Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Byggðastofnun leggur til útflutningsskyldu og sérstakan stuðning við sauðfjárbændur
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 18. september 2017

Byggðastofnun leggur til útflutningsskyldu og sérstakan stuðning við sauðfjárbændur

Byggðastofnun leggur til tímabundna útflutningsskyldu, aukinn byggðastuðning og að ríkið leggi fram lán eða styrki til þess að mæta lækkun verðs á sauðfjárafurðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Byggðastofnun hefur skilað samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um stöðu sauðfjárræktar og sauðfjárbænda. Ráðherrann óskaði á sínum tíma eftir því að stofnunin legði mat á stöðuna, sérstaklega á þeim svæðum þar sem kinda- og lambakjötsframleiðsla er mikilvæg landsbyggðinni. Þá var stofnunni falið að koma fram með tillögur til þess að mæta lækkandi afurðaverði.

Tillögur Byggðastofnunar eru í þrennu lagi. Í fyrsta lagi aðgerðir vegna lausafjárvanda, í öðru lagi aðgerðir til að ná jafnvægi á markaði og í þriðja lagi aðrar aðgerðir eins og stuðningur til kolefnisjöfnunar, nýsköpunar og til ákveðinna svæða.

Lán eða styrkir til bænda
Tillögur vegna lausafjárvanda eru þær að kannaðir verði möguleikar á því að ríkið leggi til fjármuni sem lán eða styrki til að mæta lækkun afurðaverðs haustið 2016 og nú í haust. Byggðastofnun skoði mál einstakra viðskiptavina og vinni með þeim að úrlausn. Einnig er lagt til að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun lána sauðfjárbænda.

Tímabundin útflutningsskylda
Tillögur til að ná jafnvægi á markaði snúast um að við fækkun sauðfjár verði horft til byggðasjónarmiða og í því sambandi til tillagna stofnunarinnar um svæðisbundinn stuðning við þau svæði sem eru háðust sauðfjárrækt sem atvinnugrein. Einnig að til að jafna framboð og eftirspurn á innanlandsmarkaði og minnka birgðir verði komið á tímabundinni útflutningsskyldu að ákveðnu hlutfalli og að aukinn verði byggðastuðningur við sauðfjárrækt í formi býlisstuðnings á skilgreindum svæðum.

Kolefnisjöfnun, nýsköpun og svæðisbundinn stuðningur
Aðrar aðgerðir sem lagðar eru til varða stuðning við sauðfjárbændur á skilgreindum svæðum til að koma sér upp aukabúgreinum, svo sem ferðaþjónustu, heimavinnslu afurða og fleiru. Auð auki leggur Byggðastofnun til að ráðist verði í sérstakt kolefnisjöfnunarverkefni í samvinnu við sauðfjárbændur í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þannig verði sauðfjárframleiðslan kolefnisjöfnuð og meira til með því að draga úr losun og auka bindingu til dæmis með skógrækt, endurheimt votlendis og uppgræðslu.

Kortleggja þarf birgðirnar
Byggðastofnun segir að birgðavandann þurfi að kortleggja betur áður en ákvörðun verði tekin um til hvaða aðgerða verði gripið til að ráðast á hann. Lagt er til að Matvælastofnun verði í sambandi við sláturleyfishafa og falið að ganga úr skugga um raunverulega birgðastöðu í landinu með talningu í frystigeymslum. Þá segir að leiði sú hagræðing sem óhjákvæmileg er til lokunar afurðastöðva þurfi að skipuleggja mótvægisaðgerðir til að koma til móts við fækkun starfa á viðkomandi stað.

Skýrsluna má sjá í heild sinni á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...