Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Búvélasali nýr formaður FA
Mynd / FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var kjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í síðustu viku.

Hann stofnaði Aflvélar árið 2004, sem sérhæfði sig fyrst í sölu og þjónustu á vinnuvélum til snjóruðnings og vegahreinsunar, ásamt hreinsunar innanhúss.

Aflvélar keyptu þrotabú Jötun véla árið 2020 og hafa verið stór aðili í innflutningi og þjónustu á búvélum síðan þá. Aflvélar, og systurfyrirtæki þess, Búvélar, flytja inn vinsæl vörumerki eins og Valtra og Massey Ferguson.

Friðrik er með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík og flugstjórnarpróf. Hann sat í stjórn FA sem meðstjórnandi frá 2010 til 2014 og aftur frá 2019 til 2025. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef FA.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...