Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Búvélasali nýr formaður FA
Mynd / FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var kjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í síðustu viku.

Hann stofnaði Aflvélar árið 2004, sem sérhæfði sig fyrst í sölu og þjónustu á vinnuvélum til snjóruðnings og vegahreinsunar, ásamt hreinsunar innanhúss.

Aflvélar keyptu þrotabú Jötun véla árið 2020 og hafa verið stór aðili í innflutningi og þjónustu á búvélum síðan þá. Aflvélar, og systurfyrirtæki þess, Búvélar, flytja inn vinsæl vörumerki eins og Valtra og Massey Ferguson.

Friðrik er með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík og flugstjórnarpróf. Hann sat í stjórn FA sem meðstjórnandi frá 2010 til 2014 og aftur frá 2019 til 2025. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef FA.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f