Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“.
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“.
Mynd / Hermann Aðalsteinsson
Fréttir 7. desember 2016

Búvallahjónin hlutu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Suður-Þing­eyinga stóð fyrir Bænda­gleði fyrir skömmu, þetta er í fimmta sinn sem sambandið efnir til gleðinnar og var hún haldin á Sel-hóteli í Mývatnssveit.
 
Veislustjórar voru þeir félagar í Hundi í óskilum, Hjörleifur og Eiríkur. Búnaðarsambandið veitti hin árlegu verðlaun, „Þingeyski bóndinn“, og komu þau verðlaun að þessu sinni í hlut Sveinbjörns Þórs Sigurðssonar og Huldu Kristjánsdóttur á Búvöllum í Aðaldal.
 
Með afurðamestu kúabúum sýslunnar
 
Hulda og Sveinbjörn á Búvöllum hafa áratugum saman rekið kúa- og sauðfjárbú af miklum myndarskap og hefur það verið í hópi afurðamestu búa í sýslunni sem og á landsvísu. Snyrtimennska og góðir búskaparhættir eru í hávegum höfð á Búvöllum og eru þau Hulda og Sveinbjörn því vel að verðlaununum komin.
 
Guðrún Tryggvadóttir, for­maður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, afhenti þeim hjónum verðlaunin, sem var innrammað viðurkenningarskjal og málverk eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur á Sandi í Aðaldal. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...