Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“.
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“.
Mynd / Hermann Aðalsteinsson
Fréttir 7. desember 2016

Búvallahjónin hlutu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Suður-Þing­eyinga stóð fyrir Bænda­gleði fyrir skömmu, þetta er í fimmta sinn sem sambandið efnir til gleðinnar og var hún haldin á Sel-hóteli í Mývatnssveit.
 
Veislustjórar voru þeir félagar í Hundi í óskilum, Hjörleifur og Eiríkur. Búnaðarsambandið veitti hin árlegu verðlaun, „Þingeyski bóndinn“, og komu þau verðlaun að þessu sinni í hlut Sveinbjörns Þórs Sigurðssonar og Huldu Kristjánsdóttur á Búvöllum í Aðaldal.
 
Með afurðamestu kúabúum sýslunnar
 
Hulda og Sveinbjörn á Búvöllum hafa áratugum saman rekið kúa- og sauðfjárbú af miklum myndarskap og hefur það verið í hópi afurðamestu búa í sýslunni sem og á landsvísu. Snyrtimennska og góðir búskaparhættir eru í hávegum höfð á Búvöllum og eru þau Hulda og Sveinbjörn því vel að verðlaununum komin.
 
Guðrún Tryggvadóttir, for­maður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, afhenti þeim hjónum verðlaunin, sem var innrammað viðurkenningarskjal og málverk eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur á Sandi í Aðaldal. 
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...