Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“.
Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum hlutu viðurkenningu Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, nafnbótina „Þingeyski bóndinn“.
Mynd / Hermann Aðalsteinsson
Fréttir 7. desember 2016

Búvallahjónin hlutu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Suður-Þing­eyinga stóð fyrir Bænda­gleði fyrir skömmu, þetta er í fimmta sinn sem sambandið efnir til gleðinnar og var hún haldin á Sel-hóteli í Mývatnssveit.
 
Veislustjórar voru þeir félagar í Hundi í óskilum, Hjörleifur og Eiríkur. Búnaðarsambandið veitti hin árlegu verðlaun, „Þingeyski bóndinn“, og komu þau verðlaun að þessu sinni í hlut Sveinbjörns Þórs Sigurðssonar og Huldu Kristjánsdóttur á Búvöllum í Aðaldal.
 
Með afurðamestu kúabúum sýslunnar
 
Hulda og Sveinbjörn á Búvöllum hafa áratugum saman rekið kúa- og sauðfjárbú af miklum myndarskap og hefur það verið í hópi afurðamestu búa í sýslunni sem og á landsvísu. Snyrtimennska og góðir búskaparhættir eru í hávegum höfð á Búvöllum og eru þau Hulda og Sveinbjörn því vel að verðlaununum komin.
 
Guðrún Tryggvadóttir, for­maður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, afhenti þeim hjónum verðlaunin, sem var innrammað viðurkenningarskjal og málverk eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur á Sandi í Aðaldal. 
Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...