Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Berglind Ósk Óðinsdóttir, fóðurfræðingur hjá RML, og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Bústólpa, handsala samkomulagið.
Berglind Ósk Óðinsdóttir, fóðurfræðingur hjá RML, og Hanna Dögg Maronsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Bústólpa, handsala samkomulagið.
Mynd / Bústólpi
Fréttir 7. september 2018

Bústólpi og RML endurnýja samning um fóðurráðgjöf

Höfundur: Fréttatilkynning

Bústólpi og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa endurnýjað samkomulag sitt fjórða árið í röð um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum uppá fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. Viðskiptavinum býðst einnig að fá ráðgjafa RML í heimsókn eftir að fóðuráætlun hefur verið gerð.

„Með samvinnu RML og Bústólpa býðst bændum gott aðgengi að fóðurráðgjöf. Ráðunautar RML leggja metnað sinn í að finna bestu lausnina fyrir hvern bónda, miðað við gróffóður, aðstæður og markmið hjá hverjum og einum. Við fögnum þeim áhuga sem bændur hafa sýnt verkefninu og hlökkum til að fara inn í nýjan vetur í samstarfi við Bústólpa og með öllum þeim bændum sem vilja vera með,” segir Berglind Ósk Óðinsdóttir fóðurfræðingur hjá RML.

RML hefur byggt upp öflugt starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa ráðunautar víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði og þá sérstaklega fóðurráðgjafar til kúabænda. Fóðuráætlanir eru unnar í Opti- Isaland sem byggir á norræna fóðurmatskerfið NorFor. Það veitir RML forskot í sérhæfðri og fyrsta flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.

„Samstarf RML og Bústólpa hefur gengið mjög vel. Hjá RML starfa færir fóðurráðgjafar sem hafa byggt upp góð tengsl við viðskiptavini okkar í gegnum þetta samstarf. Við hjá Bústólpa leggjum okkur fram við að veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu. Við höfum séð á síðust árum á  þátttöku viðskiptavina okkar í þessu verkefni að þeir er afar ánægðir með þessa þjónustu og ráðgjöfina frá RML,“ segir Hanna Dögg Maronsdóttir sölu- og markaðsstjóri Bústólpa.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...