Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bústólpi lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 3,5 prósent
Fréttir 2. október 2014

Bústólpi lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 3,5 prósent

Allt kjarnfóður hjá Bústólpa lækkar í verði frá og með fimmtudeginum 2. október.

Í tilkynningu frá Bústólpa kemur fram að ástæða lækkunar nú eru áframhaldandi lækkanir á kornvörum á erlendum mörkuðum. Þar segir ennfremur að þetta sé fimmta verðlækkun á kjarnfóðri hjá Bústólpa á síðastliðnum 12 mánuðum og að fyrirtækið hafi einsett sér að bjóða bændum ávallt hagstæðustu kjör á kjarnfóðri á hverjum tíma.

Mest nemur lækkunin þrjú og hálft prósent á byggkögglum, en algengustu kúafóðurblöndurnar lækka um þrjú prósent. Þannig lækkar mest selda kúafóðurblandan Alhliðablanda um  3,1 prósent. Nýju fóðurblöndurnar Premium Pro-Fit lækka minna eða um eitt prósent, þar sem ekki er um sömu lækkun að ræða á þeim hráefnum sem þar eru notuð. Annað kjarnfóður lækkar á bilinu tvö til þrjú prósent.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...