Bústólpi lækkar fóðurverð
Í tilkynningu frá Bústólpa kemur fram að verð á fóðri lækkar um tvö prósent næstkomandi mánudag.
Þar segir ennfremur:
„Á síðustu 12 mánuðum hefur verð hjá fyrirtækinu lækkað fimm sinnum en hækkað einu sinni. Heildarlækkun á þessu 12 mánaða tímabili er nú komin í 9,5 til 12% á kúafóðurtegundum og 8% á fuglafóðri.
Á síðustu 3 árum eða frá og með verðlækkun 1. október 2013 hefur verð á kúafóðri fyrirtækisins lækkað um 21 til 26% mismunandi eftir tegundum og fuglafóðri um 18,5%. Er þetta afar jákvæð þróun fyrir landbúnaðinn,“ segir í tilkynningunni.