Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búseta verði áfram tryggð til sveita við sölu á bújörðum
Fréttir 24. júlí 2018

Búseta verði áfram tryggð til sveita við sölu á bújörðum

Höfundur: BR/HKr.

Undanfarið hefur verið fjallað um kaup erlendra aðila á jörðum víða um land. M.a. fjallaði Bændablaðið um kaup breska auðmannsins James Ratcliffe á jörðum í Vopnafirði og meirihluta Grímsstaða á Fjöllum.

Félag sem keypti nýverið 75% hlut í Hótel Kötlu í Mýrdalshreppi er í eigu bandarísks fjárfestingafélags. Þá á Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht nokkrar jarðir í Mýrdalshreppi þar sem m.a. eru mikil vatnsréttindi og veiðiréttindi í Kerlingardalsá og Vatnsá.

Þessi kaup eru gerð í skjóli regluverks sem er greinilega mjög ólíkt því sem tíðkast t.d. í Danmörku. Þrátt fyrir að Danir séu hluti af Evrópusambandinu þá hafa þeir sett ströng skilyrði fyrir kaupum á bújörðum þar í landi.

Stjórn Bænda­­samtaka Íslands vill að stuðlað verði  að því að það sé ábúð á sem flestum jörðum og þar sé stunduð einhvers konar starfsemi sem kallar á að fólk sé á staðnum sem tekur þátt í samfélaginu á svæðinu.

Herða skal tökin

Þrátt fyrir að ráðamenn á Íslandi telji að ekki sé hægt að setja sérstakar reglur um aðila innan EES þá telur  Einar Ófeigur Björnsson, fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópi um endurskoðun laga um kaup erlendra aðila á bújörðum, eðlilegt að það fylgi því einhverjar kvaðir að kaupa og eiga jörð. Það sé þó of langt gengið að hafa ábúðarskyldu, en hann sjái fyrir sér að einhvers konar rekstrarskyldu yrði komið á.

Það sé þó heppilegast að bændur eigi jarðir sínar sjálfir sem víðast. Einar segir það áhyggjuefni ef eignarhald jarða fer að færast á færri hendur.

„Það er kannski í lagi í fyrstu kynslóð en svo kemur nýtt fólk og ný sjónarmið sem ekki er sjálfgefið að séu hagstæð þeim sem búa á svæðinu. Það gæti verið ástæða til að setja fjöldatakmarkanir á einstaka aðila um það hvað þeir megi eiga margar jarðir og einnig mætti huga að einhvers konar hámarki sem einstakir aðilar gætu átt í ferkílómetrum. “

Jörð er ekki bara jörð

Magnús Leópoldsson fasteigna­sali, sem hefur komið að jarðasölu í áratugi, segir að nauðsynlegt sé að skilgreina nýtingu jarða og svæða þannig að hægt sé að tryggja viðeigandi búsetu. Land sem hentar til búskapar ætti að vera nýtt sem slíkt, og jarðir sem henti ekki sem slíkar ættu að skilgreinast á annan hátt. Í því samhengi þurfi að hugsa um almannahagsmuni.  Þau viðskipti sem stunduð hafa verið undanfarið hafa ýtt undir umræðu um jarðaverð bújarða. Magnús segir að seljendur setji oft óraunhæfan verðmiða á jarðir og slái svo hressilega af verðinu þegar fram líður. Hann segir jarðaverð ekki vera að lækka, það sé nokkuð stöðugt. Verðið hafi smátt og smátt verið að hækka eftir efnahagshrunið og sé um það bil að ná því verði sem það var fyrir hrun. 

Skylt efni: Landakaup | Jarðir

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...