Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búseta í sveit
Á faglegum nótum 9. febrúar 2015

Búseta í sveit

Búseta í sveit heitir verkefni sem hefur verið unnið hjá Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins undanfarið ár. Verkefnið er í umsjá Guðnýjar Harðardóttur og var unnið með styrkveitingu frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Guðný Harðardóttir umsjónarmaður verkefnisins „Búseta í sveit“.

Meginmarkmið verkefnisins var að þróa ráðgjöf vegna ættliðaskipta og upphafs búrekstrar. Auknar kröfur stjórnsýslunnar ásamt stækkandi búum hefur leitt til þess að eftirspurn eftir slíkri ráðgjöf og þjónustu hefur aukist til muna. Sú vegferð að hefja búrekstur er ekki einfalt mál, sama hvort um ræðir ættliðaskipti eða kaup á almennum markaði.

Á Búnaðarþingi árið 2013 var m.a. ályktað um þessi mál í þá veru að efla skyldi ráðgjöf varðandi ábúendaskipti á bújörðum. Í kjölfarið var farið af stað með það verkefni sem nú er komið til framkvæmda í formi fræðsluefnis á vef RML auk beinnar ráðgjafar.

Eins og gefur að skilja er verkefnið umfangsmikið en afurðirnar margvíslegar. Í fyrsta lagi varð til efni sem er aðgengilegt á vef RML í formi rafrænna bæklinga sem allir geta nálgast. Í öðru lagi urðu til ítarlegri bæklingar sem nefnast rafrænir vegvísar og fást þeir hjá næsta ráðunaut. Þeim er ætlað að vísa leiðina við upphaf búskapar ásamt því að þeim fylgir klukkustundar ráðgjöf/þjónusta frá ráðunaut. Gjaldið er vægt eða 10 þúsund krónur.

Síðast en ekki síst var unnið að því að gera ráðgjöf vegna ættliðaskipta og upphafs búskapar markvissari. Mikil vinna var lögð í efni tengt málefninu og er það efni aðgengilegt starfsmönnum RML. Lögð var áhersla á þær fjölmörgu spurningar sem koma upp og nauðsynlegt er að fá svör við þegar ættliðaskipti eiga í hlut. Aðstæður eru misjafnar í hvert og eitt skipti og því ólík úrræði sem henta hverju sinni. Ráðunautar eru nú mun betur undirbúnir fyrir slíka ráðgjöf og þjónustu.

Verkefninu er ekki lokið þótt það hafi gefið af sér afurðir og eru menn hvattir til að skoða það efni sem er aðgengilegt á vef RML. Það sem er aðgengilegt þar eru bæklingar sem eru gagnlegir í upphafi þeirrar vegferðar að hefja búrekstur. Þeir vísa m.a. á nytsamlegar vefsíður sem veita ítarlegar upplýsingar. Þeir bera heitin Ættliðaskipti, Kaup á almennum markaði og Starfsemi – hvað svo?

Ljóst er að fleiri bæklingar eiga eftir að líta dagsins ljós og hlakka starfsmenn RML til að takast á við þessi verkefni með þeim sem á þurfa að halda.

Ættliðaskipti – veitir upplýsingar um hvernig er best að bera sig að við ættliðaskipti sem geta oft verið umfangsmikil. 
 
Kaup á almennum markaði – veitir upplýsingar um hvað ber að hafa í huga við kaup á jörðum. 
 
Starfsemi – hvað svo? – inniheldur hugmyndir um starfsemi í dreifbýli.
 
Þjónusta sem er í boði hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins:
  • Rafrænir vegvísar og 1 klst. ráðgjöf/þjónusta ráðunautar:
  • Að hefja sauðfjárbúskap
  • Að hefja mjólkurframleiðslu/nautgriparækt 
  • Ættliðaskipti á búi - vinnublöð
  • Rekstrar-/viðskiptaáætlun
  • Samningagerð 
  • Aðstoð við umsóknir
 
 
 

9 myndir:

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...