Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búreksturinn fjármagnaður með tekjum utan búsins
Fréttir 6. september 2018

Búreksturinn fjármagnaður með tekjum utan búsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staða sauðfjárbænda er erfið og á það ekki síst við um unga bændur sem tiltölulega stutt er síðan þeir hófu búskap. Margir þeirra vinna utan búsins og halda rekstri búanna gangandi með tekjum sem þeir afla utan búsins.

Jóna Björg Hlöðversdóttir, Björgum í Þingeyjarsveit og formaður Samtaka ungra bænda, segir að meðlimir samtakanna séu mjög hugsandi yfir stöðu sauðfjárræktarinnar.

Ungir bændur tala um að bregða búi

„Hljóðið í mörgum ungum bændum, sem hafa verið að fjárfesta í sauðfjárrækt, er þungt og þeir segja margir að þeir hafi ekki haft tíma til að koma sér fyrir og borga niður lán eftir þeim áætlunum sem þeir gerðu vegna forsendubrests. Ég hef heyrt unga bændur tala um að fækka og jafnvel hætta búskap.

Flestir vinna utan búsins og hafa fjárbúskap að aukastarfi og sumir hverjir eru að borga með búrekstrinum með tekjum utan búsins.

Fyrir ekki svo löngu var nýliðun í landbúnaði stýrt inn á sauðfjárrækt með nýliðunarstyrkjum þrátt fyrir að því sé hætt í dag. Nýliðar sem ekki höfðu bakland leituðu því í sauðfjárrækt og lengi vel voru sauðfjárbændur hvattir til að framleiða sem allra mest.“

Óneitanlega erfið staða

Jóna Björg segir að óneitanlega sé ástandið í sauðfjárrækt í dag ekki eins og best verður á kosið og að hún sé ekki með lausnina í hendi sér. „Um þessar mundir er mikið talað um frystingu á stuðningsgreiðslum og ef frystingin er miðuð við einhver ákveðin tímabil, þá er ég smeyk um að þar geti einhverjir bændur lent á milli og utan greiðslukerfisins.“

Sauðfjárrækt hluti af stóra planinu

„Ég er bjartsýn að eðlisfari og trúi því að við viljum öll að það verði áfram sauðfjárrækt í landinu og að hagur sauðfjárbænda sé sem bestur. Að mínu mati á að aðstoða ungt fólk til að halda áfram búskap því það er það sem er að leggja allt undir og vill hafa búskap að lífsstarfi. Við getum ekki litið fram hjá því að ef ungt fólk hættir búskap er hætt við að það verði rof og að það detti hreinlega út kynslóð viljugra bænda. Það hlýtur aftur á móti að vera hluti af stóra planinu að viðhalda sauðfjárrækt í landinu og ég er sannfærð um að það séu bjartari tímar fram undan þrátt fyrir að staðan sé erfið í dag,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður Samtaka ungra bænda.

Staða sauðfjárbænda er sannar­lega ekki góð. Að loknum samningafundi ríkis og bænda, sem haldinn var föstudaginn 31. ágúst, er ljóst að ekki er von á bráðaaðgerðum nú í haust. Bændur verða því að taka ákvarðanir sínar nú í haust með hliðsjón af því, að mati Unnsteins Snorra Snorrasonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda. /VH

– Sjá nánar í Bændablaðinu.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...