Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búnaðarþing 2018 verður sett á mánudag
Fréttir 3. mars 2018

Búnaðarþing 2018 verður sett á mánudag

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búnaðarþing verður sett mánudagsmorguninn 5. mars í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík. Hátíðardagskrá hefst kl. 10.30 og stendur til hádegis. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Hér á ég heima“. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, flytur setningarræðu og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti. Landbúnaðarverðlaun verða veitt og tónlistarmenn úr Smásveit Reykjavíkur og Schola cantorum koma fram. Forseti Íslands, alþingismenn, ráðherrar og gestir frá norrænum bændasamtökum verða meðal viðstaddra við setningu þingsins. Hátíðardagskrá lýkur með staðgóðri hádegishressingu í boði íslenskra bænda. Gestir setningarathafnar eru vinsamlegast beðnir að skrá sig til þátttöku hér.

Pappírslaust Búnaðarþing í fyrsta sinn
Þingstörf hefjast eftir hádegi mánudag og standa yfir í tvo daga. Í fyrsta sinn er pappírslaust Búnaðarþing en þingfulltrúar nálgast öll gögn þingsins á tölvutæki formi á skýi og vinna með í sínum fartölvum.

Ný umhverfisstefna og fleiri mál
Fjölmörg mál eru á dagskrá Búnaðarþings 2018, m.a. um endurskoðun búvörusamninga, yfirvofandi innflutning á hráu kjöti, tollamál búvara, upprunamerkingar á mat og eftirlit með þeim, menntun í landbúnaði, loftslagsmál og endurheimt votlendis, lífrænan landbúnað og fleira. Stefnt er að því að samþykkja nýja umhverfisstefnu landbúnaðarins sem unnið hefur verið að á vettvangi Bændasamtakanna á síðustu misserum.

Upplýsingar um þingið, dagskrá og framvindu mála verða settar á vefinn bondi.is eftir því sem fram vindur.

Hér er hægt að skrá sig á setningarathöfn.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...