Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búnaðarþing 2018 verður sett á mánudag
Fréttir 3. mars 2018

Búnaðarþing 2018 verður sett á mánudag

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búnaðarþing verður sett mánudagsmorguninn 5. mars í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík. Hátíðardagskrá hefst kl. 10.30 og stendur til hádegis. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Hér á ég heima“. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, flytur setningarræðu og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti. Landbúnaðarverðlaun verða veitt og tónlistarmenn úr Smásveit Reykjavíkur og Schola cantorum koma fram. Forseti Íslands, alþingismenn, ráðherrar og gestir frá norrænum bændasamtökum verða meðal viðstaddra við setningu þingsins. Hátíðardagskrá lýkur með staðgóðri hádegishressingu í boði íslenskra bænda. Gestir setningarathafnar eru vinsamlegast beðnir að skrá sig til þátttöku hér.

Pappírslaust Búnaðarþing í fyrsta sinn
Þingstörf hefjast eftir hádegi mánudag og standa yfir í tvo daga. Í fyrsta sinn er pappírslaust Búnaðarþing en þingfulltrúar nálgast öll gögn þingsins á tölvutæki formi á skýi og vinna með í sínum fartölvum.

Ný umhverfisstefna og fleiri mál
Fjölmörg mál eru á dagskrá Búnaðarþings 2018, m.a. um endurskoðun búvörusamninga, yfirvofandi innflutning á hráu kjöti, tollamál búvara, upprunamerkingar á mat og eftirlit með þeim, menntun í landbúnaði, loftslagsmál og endurheimt votlendis, lífrænan landbúnað og fleira. Stefnt er að því að samþykkja nýja umhverfisstefnu landbúnaðarins sem unnið hefur verið að á vettvangi Bændasamtakanna á síðustu misserum.

Upplýsingar um þingið, dagskrá og framvindu mála verða settar á vefinn bondi.is eftir því sem fram vindur.

Hér er hægt að skrá sig á setningarathöfn.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...