Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búnaðarþing 2018 verður sett á mánudag
Fréttir 3. mars 2018

Búnaðarþing 2018 verður sett á mánudag

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búnaðarþing verður sett mánudagsmorguninn 5. mars í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík. Hátíðardagskrá hefst kl. 10.30 og stendur til hádegis. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Hér á ég heima“. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, flytur setningarræðu og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti. Landbúnaðarverðlaun verða veitt og tónlistarmenn úr Smásveit Reykjavíkur og Schola cantorum koma fram. Forseti Íslands, alþingismenn, ráðherrar og gestir frá norrænum bændasamtökum verða meðal viðstaddra við setningu þingsins. Hátíðardagskrá lýkur með staðgóðri hádegishressingu í boði íslenskra bænda. Gestir setningarathafnar eru vinsamlegast beðnir að skrá sig til þátttöku hér.

Pappírslaust Búnaðarþing í fyrsta sinn
Þingstörf hefjast eftir hádegi mánudag og standa yfir í tvo daga. Í fyrsta sinn er pappírslaust Búnaðarþing en þingfulltrúar nálgast öll gögn þingsins á tölvutæki formi á skýi og vinna með í sínum fartölvum.

Ný umhverfisstefna og fleiri mál
Fjölmörg mál eru á dagskrá Búnaðarþings 2018, m.a. um endurskoðun búvörusamninga, yfirvofandi innflutning á hráu kjöti, tollamál búvara, upprunamerkingar á mat og eftirlit með þeim, menntun í landbúnaði, loftslagsmál og endurheimt votlendis, lífrænan landbúnað og fleira. Stefnt er að því að samþykkja nýja umhverfisstefnu landbúnaðarins sem unnið hefur verið að á vettvangi Bændasamtakanna á síðustu misserum.

Upplýsingar um þingið, dagskrá og framvindu mála verða settar á vefinn bondi.is eftir því sem fram vindur.

Hér er hægt að skrá sig á setningarathöfn.

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...