Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búnaðarþing 2018 verður sett á mánudag
Fréttir 3. mars 2018

Búnaðarþing 2018 verður sett á mánudag

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Búnaðarþing verður sett mánudagsmorguninn 5. mars í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík. Hátíðardagskrá hefst kl. 10.30 og stendur til hádegis. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Hér á ég heima“. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, flytur setningarræðu og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti. Landbúnaðarverðlaun verða veitt og tónlistarmenn úr Smásveit Reykjavíkur og Schola cantorum koma fram. Forseti Íslands, alþingismenn, ráðherrar og gestir frá norrænum bændasamtökum verða meðal viðstaddra við setningu þingsins. Hátíðardagskrá lýkur með staðgóðri hádegishressingu í boði íslenskra bænda. Gestir setningarathafnar eru vinsamlegast beðnir að skrá sig til þátttöku hér.

Pappírslaust Búnaðarþing í fyrsta sinn
Þingstörf hefjast eftir hádegi mánudag og standa yfir í tvo daga. Í fyrsta sinn er pappírslaust Búnaðarþing en þingfulltrúar nálgast öll gögn þingsins á tölvutæki formi á skýi og vinna með í sínum fartölvum.

Ný umhverfisstefna og fleiri mál
Fjölmörg mál eru á dagskrá Búnaðarþings 2018, m.a. um endurskoðun búvörusamninga, yfirvofandi innflutning á hráu kjöti, tollamál búvara, upprunamerkingar á mat og eftirlit með þeim, menntun í landbúnaði, loftslagsmál og endurheimt votlendis, lífrænan landbúnað og fleira. Stefnt er að því að samþykkja nýja umhverfisstefnu landbúnaðarins sem unnið hefur verið að á vettvangi Bændasamtakanna á síðustu misserum.

Upplýsingar um þingið, dagskrá og framvindu mála verða settar á vefinn bondi.is eftir því sem fram vindur.

Hér er hægt að skrá sig á setningarathöfn.

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...