Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búnaðarstofa MAST lögð niður um áramót
Fréttir 26. september 2019

Búnaðarstofa MAST lögð niður um áramót

Höfundur: Hörður Kristjánsson / Vilmundur Hansen

Í lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingu á ýmsum laga­ákvæðum um stjórnsýslu búvörumála, er Matvælastofnun felld út úr laga­­textanum um breytingu á búnaðarlögum. Það hlutverk MAST er sett beint undir ráð­­herra. Sömuleiðis eru gerðar breytingar á lögum um Matvæla­­stofnun sem fela í sér að Búnaðarstofa verður lögð niður. Breytingarnar öðlast gildi 1. janúar 2020.

Búnaðarstofa var stofnuð árið 2015 þegar stjórnsýsluverkefni sem voru á hendi Bændasamtaka Íslands, meðal annars útdeiling beingreiðslu og styrkja frá ríki til greina landbúnaðarins, færðist til Matvælastofnunar. Þá fór undir Búnaðarstofu margvísleg starfsemi sem byggð höfðu verið upp hjá Bændasamtökum Íslands. Það varðar t.d. gagnasöfnun um búfjárhald og framleiðslu sem og talnaupplýsingar um slátrun og sölu afurða.

Í inngangi greinargerðar segir að með frumvarpinu er lögð til breyting á stjórnsýslu landbúnaðar­mála þannig að stjórnsýsluverkefni við framkvæmd búvörusamninga og framleiðslustjórn verði færð í atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið. Starfsmenn Búnaðar­stofu Matvælastofnunar sem eru í starfi við gildistöku laganna verða starfsmenn hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með sömu ráðningarkjörum og áður giltu.

Búnaðarstofa lögð niður

Ekki er annað að sjá á frumvarpinu en til standi að leggja niður Búnaðarstofu og er það þvert á nefndar­álit atvinnuveganefndar Alþingis frá því í sumar.

Nefndin bendir á að verkefni Búnaðarstofu eru skýrt afmörkuð innan Matvælastofnunar og því ætti ekkert að vera því til fyrir­stöðu að slíkt hið sama verði gert innan ráðuneytisins. Nefndin telur mikilvægt að skilvirkni sé tryggð innan stjórnsýslunnar og hún styrkt eins og kostur er og telur nefndin umræddar breytingar verða til þess. Nefndin beinir því þó til ráðuneytisins, í ljósi mikilvægi og umfangs þeirra verkefna sem Búnaðarstofa sinnir í dag við framkvæmd búvörusamninga, hagtölusöfnun og þróun tölvukerfa, að ráðuneytið afmarki með skýrum hætti verkefni Búnaðarstofu innan ráðuneytisins.

Fyrirspurn til ráðuneytisins

Bændablaðið sendi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu eftirfarandi fyrirspurnir vegna þessa.

– Er  rétt að starfsmenn Búnaðar­stofu muni flytjast inn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 1. janúar 2020 og enginn þeirra verði settur undir skrifstofu matvæla og landbúnaðar?

– Er rétt að þess í stað fari starfs­menn Búnaðar­stofu undir skrif­stofu fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu sem vinnur fyrir öll fjögur grunnsvið ráðuneytisins, þ.e. er varðar land­búnað, sjávarútveg, ferðamál og nýsköpun og orku, iðnaðar og viðskiptamál?

– Er ekki í raun verið að þurrka landbúnaðinn út úr ráðuneytinu sem afgerandi einingu og leggja landbúnaðarráðuneytið endanlega niður?

Stefnt að flutningi starfsfólks
Búnaðarstofu í desember

Í svari ráðuneytisins er spurningum Bændablaðsins ekki svarað beint heldur segir þar:
„Samruni Búnaðarstofu við atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðu­neytið er liður í því að styrkja stjórn­sýslu landbúnaðarmála. Stefnt er að því að starfsmenn Búnaðar­stofu flytji í ráðuneytið í desember til að tryggja að allar greiðslur og þjónusta við bændur gangi sem best fyrir sig eins og hingað til. Mikilvægt er að tryggja hnökralausa framkvæmd gagn­vart bændum sem njóta greiðslna sam­kvæmt samningum.

Í samræmi við fyrrgreinda áherslu um að efla landbúnaðarhluta ráðuneytisins verður við flutning Búnaðarstofu í ráðuneytið megin­áhersla á að styrkja skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Fjárhagsleg verkefni, líkt og greiðslur til bænda, munu þó falla undir skrifstofu fjárlaga og innri þjónustu. Það er því ekki rétt, líkt og fram kemur í fyrirspurn, að enginn starfsmanna Búnaðarstofu verði settir undir skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Til að tryggja sem minnst rask á störfum Búnaðarstofu var það talið mikilvægt að starfsemin komi inn í ráðuneytið sem ein eining til að byrja með og það verði síðan sameiginlegt verkefni starfsmanna ráðuneytisins og starfsmanna Búnaðarstofu að greina verkefnin og ákveða hvar þeim verði best komið fyrir til frambúðar.“

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...