Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búland
Bóndinn 25. febrúar 2016

Búland

Við tókum við af foreldrum Péturs Davíðs, þeim Sigurði Oddi Péturssyni og Bergdísi Línu Jóhannsdóttur, um áramótin 2012–2013. Auður er hins vegar fædd og uppalin í Magnússkógum í Dölum, dóttir Guðbjörns Guðmundssonar og Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur. Það var einmitt á haustfagnaði sauðfjárbænda í Dölum sem við kynntumst fyrst.
 
Pétur er menntaður pípari og vélsmiður og hefur það komið sér vel með bændastörfunum. Búland er landnámsjörð og var kirkjujörð til ársins 1898. Hér stendur enn kirkjugarður sem reynt er að halda við. Við höfum stækkað fjósið lítillega og fjölgað fénu ásamt því að gera upp gömul fjárhús og taka í notkun. Núna standa yfir framkvæmdir á hesthúsi sem kemst vonandi í gagnið sem fyrst. 
 
Býli:  Búland.
 
Staðsett í sveit:   Búland er efsti bær í austanverðri Skaftártungu við Nyrðra-Fjallabak.
 
Ábúendur: Auður Guðbjörnsdóttir og Pétur Davíð Sigurðsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Börnin eru þrjú; Elva Marín, 12 ára, Sigurbjörn Ási, 2 og hálfs árs og Bergrós Hanna, 10 mánaða. Og ætli maður verði ekki að láta hamstrakvikindið fylgja með.
 
Stærð jarðar?  Það er pínulítið flókið mál þar sem um þrjár jarðir er að ræða, Búland, Svartanúp og svo eigum við líka hlut í Búlandsseli. Samtals eitthvað um 10.000 ha.
 
Gerð bús? Við erum með blandað bú. Kýr, sauðfé og nokkur hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 16 bása fjós, auk 30 geldneyta, 500 kindur, nokkur hross og hundinn Lýru frá Gröf.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Mjaltir og gjafir kvölds og morgna ásamt alls konar tilfallandi veseni hjá bóndanum. Húsmóðirin er mest í því þessa dagana að sjá um mjaltir innandyra og elta börnin upp um allt. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu störfin er heyskapur þegar vel gengur og vélar haldast í lagi og smalamennskur hjá bóndanum á vélfáki en húsmóðurinni á alvöru smalafáki af gömlu gerðinni. 
 
Fyrsta smölun er alltaf skemmtileg og alltaf ákveðin spenna sem fylgir því að sjá hvernig féð hefur dafnað á fjalli. Leiðinlegast er þegar blessaða rúlluvélin bilar og að eltast við rollur sem finnst hvergi betra að vera en inni á túnum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Alla húsakosti í betra standi og betri útkomu bæði af sauðfé og kúm. Og svo að sjálfsögðu miklu fleiri hross og tamningar og þjálfun í blóma.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Skemmtilegustu félagsmálin eru sennilega á Snapchat þar sem við fylgjumst með ungum bændum á hverjum degi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það fer allt eftir nýju búvörusamningunum. Vonandi verður horft til þess að samningarnir styðji við allan búskap en verði ekki til þess að búunum fækki og eftir standi fá en stór bú. Það er von okkar að búskapur geti verið áfram fjölskylduvænn atvinnurekstur en ekki verksmiðjubúskapur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Miðað við gríðarlegan fjölda ferðamanna hér á landi teljum við að miklu stærri tækifæri séu í því að efla innanlandsmarkaðinn og horfa meira til þess að kynna landbúnaðinn og afurðirnar fyrir ferðamanninum heldur en að selja þessa gæðavöru erlendis á undirverði.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur af ýmsu tagi ásamt eggjum og kjötáleggi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ef elsta barnið fær að ráða þá er kjöt í karrí í öll mál.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar við horfðum upp á Skaftárhlaupið ryðjast hér fram og sópa í burtu þó nokkru af okkar landi ásamt því að horfa upp á leiðina inn á Skaftárdal lokast og brýrnar standa af sér allan þennan vatnsflaum. En við sitjum eftir með lokaða leið að 1/3 af þeim túnum sem við höfum verið að heyja og sjáum ekki fram á að geta heyjað þau næsta sumar.

5 myndir:

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...