Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búist við miklu vatnsveðri á sunnan- og vestanverðu landinu
Mynd / smh
Fréttir 11. október 2016

Búist við miklu vatnsveðri á sunnan- og vestanverðu landinu

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að búist sé við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í nótt, á morgun miðvikudag og fyrrihluta fimmtudags.

„Í nótt, á morgun og á fimmtudag er spáð er mikilli rigningu, meira en 100 mm á sólarhring, á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur- og Suðurlandi og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.

Ásamt úrkomunni er búist við miklu afrennsli af jöklum. Því má búast við miklum vatnavöxtum í kjölfarið og þar sem mikið hefur rignt undanfarið er vatnsstaða víða há.

Flóðahætta getur því skapast mjög víða á svæðinu strax í nótt t.d. á vatnasviði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði. Viðbúið er að mikið vaxi í ám og lækjum og er fólki eindregið ráðlagt frá því að reyna að fara yfir óbrúaðar ár og læki. Jafnframt má búast við aukinni hættu á  skriðuföllum á þessum slóðum.

Í þéttbýli mun mikið reyna á frárennslismannvirki og því mikilvægt að þau virki sem skyldi. Ráðlegt er að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til annarra aðgerða sem þurfa þykir.

Langvarandi úrkomuatburðir sem þessir eru mjög sjaldgæfir og aðstæður og afleiðingar því ókunnuglegar og jafnvel hættulegar,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...