Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búist við miklu vatnsveðri á sunnan- og vestanverðu landinu
Mynd / smh
Fréttir 11. október 2016

Búist við miklu vatnsveðri á sunnan- og vestanverðu landinu

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að búist sé við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í nótt, á morgun miðvikudag og fyrrihluta fimmtudags.

„Í nótt, á morgun og á fimmtudag er spáð er mikilli rigningu, meira en 100 mm á sólarhring, á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur- og Suðurlandi og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.

Ásamt úrkomunni er búist við miklu afrennsli af jöklum. Því má búast við miklum vatnavöxtum í kjölfarið og þar sem mikið hefur rignt undanfarið er vatnsstaða víða há.

Flóðahætta getur því skapast mjög víða á svæðinu strax í nótt t.d. á vatnasviði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði. Viðbúið er að mikið vaxi í ám og lækjum og er fólki eindregið ráðlagt frá því að reyna að fara yfir óbrúaðar ár og læki. Jafnframt má búast við aukinni hættu á  skriðuföllum á þessum slóðum.

Í þéttbýli mun mikið reyna á frárennslismannvirki og því mikilvægt að þau virki sem skyldi. Ráðlegt er að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til annarra aðgerða sem þurfa þykir.

Langvarandi úrkomuatburðir sem þessir eru mjög sjaldgæfir og aðstæður og afleiðingar því ókunnuglegar og jafnvel hættulegar,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...