Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búist við miklu vatnsveðri á sunnan- og vestanverðu landinu
Mynd / smh
Fréttir 11. október 2016

Búist við miklu vatnsveðri á sunnan- og vestanverðu landinu

Höfundur: smh

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að búist sé við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í nótt, á morgun miðvikudag og fyrrihluta fimmtudags.

„Í nótt, á morgun og á fimmtudag er spáð er mikilli rigningu, meira en 100 mm á sólarhring, á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur- og Suðurlandi og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.

Ásamt úrkomunni er búist við miklu afrennsli af jöklum. Því má búast við miklum vatnavöxtum í kjölfarið og þar sem mikið hefur rignt undanfarið er vatnsstaða víða há.

Flóðahætta getur því skapast mjög víða á svæðinu strax í nótt t.d. á vatnasviði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði. Viðbúið er að mikið vaxi í ám og lækjum og er fólki eindregið ráðlagt frá því að reyna að fara yfir óbrúaðar ár og læki. Jafnframt má búast við aukinni hættu á  skriðuföllum á þessum slóðum.

Í þéttbýli mun mikið reyna á frárennslismannvirki og því mikilvægt að þau virki sem skyldi. Ráðlegt er að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til annarra aðgerða sem þurfa þykir.

Langvarandi úrkomuatburðir sem þessir eru mjög sjaldgæfir og aðstæður og afleiðingar því ókunnuglegar og jafnvel hættulegar,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...