Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Búist við metuppskeru í Svíðþjóð
Fréttir 11. júlí 2014

Búist við metuppskeru í Svíðþjóð

Búist er við gríðarlegri kornuppskeru í Svíþjóð í sumar að því er fram kemur á vefsíðu Lantmännen. Reiknað er með að uppskeran skili að minnsta kosti 5,75 milljónum tonna af korni. Mun þetta þýða verulega aukinn útflutning á korni frá Svíþjóð og að hann muni aukast úr 900 þúsund tonnum í 1,3 milljónir tonna.

Helstu kaupendur á sænsku hveiti og öðru korni eru í Norður-Evrópu og Norður-Afríku. Búist er við að hveitiuppskeran verði meiri en nokkru sinni áður og að hún aukist um 40% frá 2013.

Þykir ástandið í sænskum landbúnaði nokkuð sérstakt, þar sem mikil spretta nú einskorðast ekki við einstök landsvæði heldur allt landið frá lengst í norðri til syðsta hluta Svíþjóðar. Mest er aukningin þó í Mälardalen. Eins og fyrr segir er búist við að uppskeran nemi 5,75 milljónum tonna, en hún nam rúmum 5,43 milljónum tonna í fyrra. Síðast var met slegið árið 2009, en þá var uppskeran 5,58 milljónir tonna.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...