Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búist við metuppskeru í Svíðþjóð
Fréttir 11. júlí 2014

Búist við metuppskeru í Svíðþjóð

Búist er við gríðarlegri kornuppskeru í Svíþjóð í sumar að því er fram kemur á vefsíðu Lantmännen. Reiknað er með að uppskeran skili að minnsta kosti 5,75 milljónum tonna af korni. Mun þetta þýða verulega aukinn útflutning á korni frá Svíþjóð og að hann muni aukast úr 900 þúsund tonnum í 1,3 milljónir tonna.

Helstu kaupendur á sænsku hveiti og öðru korni eru í Norður-Evrópu og Norður-Afríku. Búist er við að hveitiuppskeran verði meiri en nokkru sinni áður og að hún aukist um 40% frá 2013.

Þykir ástandið í sænskum landbúnaði nokkuð sérstakt, þar sem mikil spretta nú einskorðast ekki við einstök landsvæði heldur allt landið frá lengst í norðri til syðsta hluta Svíþjóðar. Mest er aukningin þó í Mälardalen. Eins og fyrr segir er búist við að uppskeran nemi 5,75 milljónum tonna, en hún nam rúmum 5,43 milljónum tonna í fyrra. Síðast var met slegið árið 2009, en þá var uppskeran 5,58 milljónir tonna.

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...