Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Búist við metuppskeru í Svíðþjóð
Fréttir 11. júlí 2014

Búist við metuppskeru í Svíðþjóð

Búist er við gríðarlegri kornuppskeru í Svíþjóð í sumar að því er fram kemur á vefsíðu Lantmännen. Reiknað er með að uppskeran skili að minnsta kosti 5,75 milljónum tonna af korni. Mun þetta þýða verulega aukinn útflutning á korni frá Svíþjóð og að hann muni aukast úr 900 þúsund tonnum í 1,3 milljónir tonna.

Helstu kaupendur á sænsku hveiti og öðru korni eru í Norður-Evrópu og Norður-Afríku. Búist er við að hveitiuppskeran verði meiri en nokkru sinni áður og að hún aukist um 40% frá 2013.

Þykir ástandið í sænskum landbúnaði nokkuð sérstakt, þar sem mikil spretta nú einskorðast ekki við einstök landsvæði heldur allt landið frá lengst í norðri til syðsta hluta Svíþjóðar. Mest er aukningin þó í Mälardalen. Eins og fyrr segir er búist við að uppskeran nemi 5,75 milljónum tonna, en hún nam rúmum 5,43 milljónum tonna í fyrra. Síðast var met slegið árið 2009, en þá var uppskeran 5,58 milljónir tonna.

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...