Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búist við meteftirspurn þrátt fyrir hátt verð
Fréttir 19. janúar 2017

Búist við meteftirspurn þrátt fyrir hátt verð

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt áætluðum tölum landbúnaðarráðuneytis Banda­ríkjanna (USDA), mun heimsframleiðslan á sykri aukast í ár og fara í 171 milljón tonna, þrátt fyrir samdrátt á Indlandi og í Taílandi. Eftirspurn og neysla mun þó aukast enn meira og fara í 174 milljónir tonna.
 
Reiknað er með að heimsframleiðslan aukist um 5 milljónir tonna á framleiðslutímabilinu sem er frá september til september ár hvert. Þess ber þó að geta að framleiðsla síðasta tímabils var sú minnsta í fimm ár, eða um 165 milljónir tonna.
 
 
Gengið verður á brigðir
 
Verð á sykri hefur verið tiltölulega hátt að undanförnu eftir að hafa náð botni í ágúst 2015. Þá fór heimsmarkaðsverð á sykri að meðaltali í 11 sent á pundið. Í október 2016 hafði verðið rúmlega tvöfaldast og var komið í 23 sent á pundið. Þrátt fyrir hátt verð er búist við að eftirspurn verði mikil á næstu misserum og sett verði nýtt sölumet á þessu ári, eða 174 milljónir tonna. Það þýðir að gengið verður á birgðir og að birgðastaða verður mjög lág í lok framleiðslutímabilsins í haust og sú lægsta síða haustið 2011. 
 
Framleiðsluhalli tímabilsins verður samkvæmt áætlun USDA um 6,7 milljónir tonna en ekki 2,6 milljónir tonna eins og áður var áætlað. Þetta þýðir miðað við lögmál markaðarins að heimsmarkaðsverð á sykri mun að óbreyttu hækka verulega þegar líður á árið. 
 
Framleiðsla Indverja minnkar
 
Samkvæmt tölum frá 30. desember var áætlað að sykurframleiðsla Indverja yrði 22,5 milljónir tonna á framleiðslutímabilinu sem lauk í september á nýliðnu ári. 
 
Er þetta nokkur lækkun frá framleiðslutímabilinu 2015 til 2016 þegar framleidd voru 25,1 milljón tonn. Hæst fór sykurframleiðsla Indverja þó í rúmlega 30 milljónir tonna haustið 2014. Stöðugur vöxtur hefur verið á sykurneyslu í landinu undanfarin ár. Ef fram fer sem horfir má gera ráð fyrir að framleiðsla yfirstandandi tímabils verði langt undir eftirspurninni sem áætluð er ríflega 27 milljónir tonna. 
 
Indland er næststærsta sykurframleiðsluland heims í tonnum talið og kemur þar næst á eftir Brasilíu. Í þriðja sæti eru svo ríki Evrópusambandsins. Samkvæmt frétt The Economic Times á Indlandi var framleiðsla tímabilsins komin í 6,6 milljónir tonna um áramótin, en sykurframleiðendur hafa komið sér saman um að draga smám saman úr framleiðslunni. Til eru birgðir upp á 7,7 milljónir tonna og búist er við að birgðir eftir yfirstandandi tímabil verði 5,21 milljón tonna. Samkvæmt blaðinu hafa yfirvöld gert ráðstafanir til að viðhalda þokkalegri stöðu umframbirgða til að stýra sykurverði í landinu. 

Skylt efni: sykurframleiðsla

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.