Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búist við aukinni kjöt- og mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum í ár
Fréttir 31. janúar 2018

Búist við aukinni kjöt- og mjólkurframleiðslu í Bandaríkjunum í ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkjanna (USDA) telur að nokkur aukning verði í kjötframleiðslu þar í landi á árinu 2018, eða á bilinu 1,8 til 2,8%, en mismunandi eftir greinum. Greinilega er þó búist við eitthvað aukinni ásetningu í nautgriparækt og að minna verði því framleitt af kálfakjöti en á síðasta ári og að framboð þess minnki um 3%.
 
Landbúnaðarráðuneytið gerir einnig ráð fyrir að eggjaframleiðsla aukist um 1,8% á árinu, en það er heldur minni aukning en var á síðasta ári. Er það rakið til heldur versnandi afkomu. Þá er líka búist við hægt vaxandi framleiðslu á kjúklingakjöti en stöðugri afkomu í greininni. 
 
Útflutningur á nauta- og kálfakjöti frá Bandaríkjunum á árinu 2016 jókst verulega frá árinu 2015 og einnig á fyrri hluta árs 2017. Er það vegna aukinnar eftirspurnar og ekki síður vegna lækkandi kjötverðs í Bandaríkjunum og lækkandi gengi dollars. 
 
Að sama skapi dró verulega úr innflutningi nautakjöts til Bandaríkjanna. Búist er við að lokatölur á innflutningi nauta- og kálfakjöts á árinu 2017 verði ríflega 1,2 milljónir tonna. Þá er búist við lítils háttar aukningu á innflutningi nautakjöts á árinu 2018 og að hann fari í tæplega 1,3 milljónir tonna.
 
Innflutningur á nautgripum á fæti er talinn aukast á árinu 2018 að mati USDA eftir samdrátt á síðasta ári. 
Spá USDA fyrir mjólkur­framleiðsluna er að 2,4% aukning verði í þeirri grein og að framleidd verði nær 100 milljónir tonna á árinu 2018. 
 
Varðandi svínaræktina er gert ráð fyrir að afkastageta sláturhúsa á kornbelti Bandaríkjanna aukist á síðari hluta ársins. Búist er við að kjötframleiðslan í greininni aukist um 3,3% og fari í 26,9 milljarða punda, eða í ríflega 12 milljónir tonna. Aukið kjötframboð hefur leitt til lækkunar á afurðaverði og er nú m.a. spáð um 3% lækkun á galtakjötsverði. Auknu framboði og lækkandi verði hafa bændur reynt að mæta með auknum útflutningi. Þannig jókst útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum um 17% á fyrsta ársfjórðungi 2017. 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...