Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fréttir 31. janúar 2018
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna (USDA) telur að nokkur aukning verði í kjötframleiðslu þar í landi á árinu 2018, eða á bilinu 1,8 til 2,8%, en mismunandi eftir greinum. Greinilega er þó búist við eitthvað aukinni ásetningu í nautgriparækt og að minna verði því framleitt af kálfakjöti en á síðasta ári og að framboð þess minnki um 3%.
Landbúnaðarráðuneytið gerir einnig ráð fyrir að eggjaframleiðsla aukist um 1,8% á árinu, en það er heldur minni aukning en var á síðasta ári. Er það rakið til heldur versnandi afkomu. Þá er líka búist við hægt vaxandi framleiðslu á kjúklingakjöti en stöðugri afkomu í greininni.
Útflutningur á nauta- og kálfakjöti frá Bandaríkjunum á árinu 2016 jókst verulega frá árinu 2015 og einnig á fyrri hluta árs 2017. Er það vegna aukinnar eftirspurnar og ekki síður vegna lækkandi kjötverðs í Bandaríkjunum og lækkandi gengi dollars.
Að sama skapi dró verulega úr innflutningi nautakjöts til Bandaríkjanna. Búist er við að lokatölur á innflutningi nauta- og kálfakjöts á árinu 2017 verði ríflega 1,2 milljónir tonna. Þá er búist við lítils háttar aukningu á innflutningi nautakjöts á árinu 2018 og að hann fari í tæplega 1,3 milljónir tonna.
Innflutningur á nautgripum á fæti er talinn aukast á árinu 2018 að mati USDA eftir samdrátt á síðasta ári.
Spá USDA fyrir mjólkurframleiðsluna er að 2,4% aukning verði í þeirri grein og að framleidd verði nær 100 milljónir tonna á árinu 2018.
Varðandi svínaræktina er gert ráð fyrir að afkastageta sláturhúsa á kornbelti Bandaríkjanna aukist á síðari hluta ársins. Búist er við að kjötframleiðslan í greininni aukist um 3,3% og fari í 26,9 milljarða punda, eða í ríflega 12 milljónir tonna. Aukið kjötframboð hefur leitt til lækkunar á afurðaverði og er nú m.a. spáð um 3% lækkun á galtakjötsverði. Auknu framboði og lækkandi verði hafa bændur reynt að mæta með auknum útflutningi. Þannig jókst útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum um 17% á fyrsta ársfjórðungi 2017.
Fréttir 13. september 2024
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...
Fréttir 13. september 2024
Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...
Fréttir 13. september 2024
Bændur selja Búsæld
Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...
Fréttir 12. september 2024
Frekari fækkun sláturgripa
Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...
Fréttir 12. september 2024
Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...
Fréttir 12. september 2024
Lækkað verð á greiðslumarki
Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...
Fréttir 12. september 2024
Smalað vegna óveðurs
Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...
Fréttir 12. september 2024
Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...
29. ágúst 2024
Réttalistinn 2024
13. september 2024
Göngur og góður reiðtúr
12. september 2024
Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
13. september 2024
Gerum okkur dagamun
12. september 2024