Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búist við á annan tug þúsunda gesta
Fréttir 5. júní 2014

Búist við á annan tug þúsunda gesta

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, segir undirbúning að mótinu sem haldið verður á Gaddstaðaflötum á Hellu á Rangárbökkum 30. júní til 6. júlí ganga vel. Þetta er 21. mótið, en það var fyrst haldið á Þingvöllum árið 1950. Á það mót komu um 10.000 gestir. 

Úrtökumót eru hafin hjá þeim félögum sem þátttökurétt hafa, en það eru öll félög innan Landssambands hestamannafélaga, og sala miða er góð. Axel segir að meginástæðan fyrir því að honum gangi vel við undirbúning verkefnisins sé aðgengi hans að frábæru fólki með mikla reynslu af því að halda slík landsmót.
„Þarna er fólk sem virkilega kann til verka og hver einasti maður er með sitt hlutverk á hreinu. Í þessu mótahaldi felst því mikil mannauður og sumt af þessu fólki er að koma að þessu í sjöunda sinn og gjörþekkir því um hvað þetta snýst. Það er þetta fólk sem gerir mitt starf gerlegt,“ segir Axel. 

Stærsti hluti miðasölunnar fer fram síðustu dagana fyrir mót

Segir Axel að reynslan sýni að 90% af almennri miðasölu fari fram nokkrum dögum fyrir mót. „Þannig hefur þetta verið og virðist ekkert vera að breytast. Þó eru hjólhýsastæði og stúkusæti sem eru af skornum skammti að seljast hratt þessa dagana.“

Hjólhýsastæðin sem Axel nefnir eru rúmgóð með aðgengi að rafmagni. Stæðin eiga að rúma auðvelda hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn og bíl. Þriggja fasa stöðluð millistykki þarf til að tengjast rafmagnsstæðunum.
Vegleg aðstaða með góðum keppnisvöllum er fyrir hendi á Gaddstaðflötum, en eigi að síður þarf að koma upp miklum búnaði fyrir mótið. Segir Axel að hátt í 200 manns komi að undirbúningi mótsins, starfsmenn og sjálfboðaliðar.

Með tvö 1.200 fermetra tjöld

„Það má segja að við komum með mótið með okkur. Við verðum með tvö gríðarlega stór markaðs- og veitingatjöld sem hvort um sig er 1.200 fermetrar og með mikilli lofthæð, hurðum og öllu. Tjöldin eru leigð frá útlöndum ásamt stúku. Það er gríðarleg vinna í kringum uppsetningu á tjöldunum og þeirri veitingaaðstöðu sem sett er upp á mótsstað. Mesta vinnan er þó við að undirbúa raftengingar og aðrar  lagnir, en það gengur vel. Ég held að þetta verði einhver glæsilegasta markaðs- og veitingaaðstaða í tjaldformi sem sést hefur hér á landi.“

Á síðasta landsmóti sem fram fór í Reykjavík 2012 mættu um 10.000 manns. Axel segist gera sér vonir um að toppa þá tölu, en á síðasta landsmóti sem fram fór á hellu árið 2008 mættu 14.000 manns.
„Stærsta óskin er þó að við fáum gott veður,“ segir Axel. 

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...