Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búist við á annan tug þúsunda gesta
Fréttir 5. júní 2014

Búist við á annan tug þúsunda gesta

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, segir undirbúning að mótinu sem haldið verður á Gaddstaðaflötum á Hellu á Rangárbökkum 30. júní til 6. júlí ganga vel. Þetta er 21. mótið, en það var fyrst haldið á Þingvöllum árið 1950. Á það mót komu um 10.000 gestir. 

Úrtökumót eru hafin hjá þeim félögum sem þátttökurétt hafa, en það eru öll félög innan Landssambands hestamannafélaga, og sala miða er góð. Axel segir að meginástæðan fyrir því að honum gangi vel við undirbúning verkefnisins sé aðgengi hans að frábæru fólki með mikla reynslu af því að halda slík landsmót.
„Þarna er fólk sem virkilega kann til verka og hver einasti maður er með sitt hlutverk á hreinu. Í þessu mótahaldi felst því mikil mannauður og sumt af þessu fólki er að koma að þessu í sjöunda sinn og gjörþekkir því um hvað þetta snýst. Það er þetta fólk sem gerir mitt starf gerlegt,“ segir Axel. 

Stærsti hluti miðasölunnar fer fram síðustu dagana fyrir mót

Segir Axel að reynslan sýni að 90% af almennri miðasölu fari fram nokkrum dögum fyrir mót. „Þannig hefur þetta verið og virðist ekkert vera að breytast. Þó eru hjólhýsastæði og stúkusæti sem eru af skornum skammti að seljast hratt þessa dagana.“

Hjólhýsastæðin sem Axel nefnir eru rúmgóð með aðgengi að rafmagni. Stæðin eiga að rúma auðvelda hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn og bíl. Þriggja fasa stöðluð millistykki þarf til að tengjast rafmagnsstæðunum.
Vegleg aðstaða með góðum keppnisvöllum er fyrir hendi á Gaddstaðflötum, en eigi að síður þarf að koma upp miklum búnaði fyrir mótið. Segir Axel að hátt í 200 manns komi að undirbúningi mótsins, starfsmenn og sjálfboðaliðar.

Með tvö 1.200 fermetra tjöld

„Það má segja að við komum með mótið með okkur. Við verðum með tvö gríðarlega stór markaðs- og veitingatjöld sem hvort um sig er 1.200 fermetrar og með mikilli lofthæð, hurðum og öllu. Tjöldin eru leigð frá útlöndum ásamt stúku. Það er gríðarleg vinna í kringum uppsetningu á tjöldunum og þeirri veitingaaðstöðu sem sett er upp á mótsstað. Mesta vinnan er þó við að undirbúa raftengingar og aðrar  lagnir, en það gengur vel. Ég held að þetta verði einhver glæsilegasta markaðs- og veitingaaðstaða í tjaldformi sem sést hefur hér á landi.“

Á síðasta landsmóti sem fram fór í Reykjavík 2012 mættu um 10.000 manns. Axel segist gera sér vonir um að toppa þá tölu, en á síðasta landsmóti sem fram fór á hellu árið 2008 mættu 14.000 manns.
„Stærsta óskin er þó að við fáum gott veður,“ segir Axel. 

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...