Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búið er að uppskera bygg og repju að Sandhóli í
Búið er að uppskera bygg og repju að Sandhóli í
Fréttir 25. október 2019

Búinn að uppskera bygg og repju en segir hafrana geta staðið langt fram á haust

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að uppskera bygg og repju að Sandhóli í Skaftárhreppi og um 1/4 af höfrunum er kominn í hús. Tíðin undanfarið hefur tafið fyrir vinnunni en Örn Karlsson bóndi segir veðurspá næstu daga lofa góðu.

Örn tvöfaldaði ræktun á höfrum í vor og sáði í milli 120 og 130 hektara. Hann segir vöxtinn í sumar hafa verið góðan en treystir sér ekki til að spá um heildaruppskeruna í ár þar sem ekki sé búið að þreskja nema hluta hennar.

Örn Karlsson.

Hafrar standa vel

„Hafrarnir eru fullþroskaðir og við þreskjum þegar við getum en tíð hefur verið blaut í haust og það tefur fyrir. Við eru búin að ná inn bygginu og repjunni og um ¼ að höfrunum. Veðurspáin næstu daga er mjög góð og ég hef engar áhyggjur af því að við náum þessu ekki í hús.

Hafrar standast haustveður betur en bygg og repja. Bygg á það til að brotna en það gera hafrar ekki og þeir eru fastheldnir á fræið. Á endanum fellur kornið þó af í vindi þegar það er orðið vel þroskað og lausara.“

Bændur á Sandhóli í Skaftárhreppi tvöfölduðu ræktunina á höfrum í ár

Minnst uppskera af fyrsta árs ökrum

„Fyrst þresking í ár er af fyrsta árs ökrum og uppskeran af þeim er minni en af ökrum sem eru á gömlum túnum sem hafa verið í ræktun í mörg ár og jafnvel áratugi og hafa fengið skít og áburð lengi. Ég treysti mér því ekki til að giska á hvernig uppskeran í ár verður miðað við árið í fyrra.“

Örn segist ekki eiga von á öðru en að hafrarnir seljist vel miðað við að hann annaði vart eftirspurn í fyrra og varan seldist upp.

Aukin ræktun kallar á aukna afkastagetu

Aðspurður segir Örn ekkert ákveðið um hvort hann auki enn við ræktunina á næsta ári. „Aukin ræktun kallar á aukna þurrkgetu auk þess sem við yrðum að líta til annarra þátta til þess að geta aukið afköstin um það sem nú er.“

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...