Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búfé lógað vegna hita
Fréttir 31. janúar 2019

Búfé lógað vegna hita

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna gríðarlegra hita í Ástralíu hafa yfirvöld gefið leyfi fyrir því að dýrum sem eru aðframkomin af þorsta verði lógað. Hitinn sem víða hefur farið í 50° á Celsíus er svo hár að leðurblökur og fuglar hafa dottið af himnum ofan dauð vegna hans.

Nú þegar hafa 2.500 úlfaldar sem eru með þolnustu dýrum þegar kemur að vatnsskorti verið skotin í vesturhluta álfunnar. Auk þess er talið að lóga verði fjölda hrossa, geita og asna sem ekki finna vatn eða bithaga vegna þurrka.

Fjöldi villtra og húsdýra hafa fundist við uppþornuð vatnsból þar sem hitinn er mestur.

Hitamet í Ástralíu eru slegin ár eftir ár og er ástæðan almenn hlýnun andrúmsloftsins vegna loftslagsbreytinga af völdum sífells aukins magns gróðurhúsalofttegunda á andrúmsloftinu. Spár gera ráð fyrir að hiti í Ástralíu muni halda áfram að vaxa á næstu árum og að hitabylgjurnar komi til með að standa lengur og auka þannig enn á vatnsskort. 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...