Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búfé lógað vegna hita
Fréttir 31. janúar 2019

Búfé lógað vegna hita

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna gríðarlegra hita í Ástralíu hafa yfirvöld gefið leyfi fyrir því að dýrum sem eru aðframkomin af þorsta verði lógað. Hitinn sem víða hefur farið í 50° á Celsíus er svo hár að leðurblökur og fuglar hafa dottið af himnum ofan dauð vegna hans.

Nú þegar hafa 2.500 úlfaldar sem eru með þolnustu dýrum þegar kemur að vatnsskorti verið skotin í vesturhluta álfunnar. Auk þess er talið að lóga verði fjölda hrossa, geita og asna sem ekki finna vatn eða bithaga vegna þurrka.

Fjöldi villtra og húsdýra hafa fundist við uppþornuð vatnsból þar sem hitinn er mestur.

Hitamet í Ástralíu eru slegin ár eftir ár og er ástæðan almenn hlýnun andrúmsloftsins vegna loftslagsbreytinga af völdum sífells aukins magns gróðurhúsalofttegunda á andrúmsloftinu. Spár gera ráð fyrir að hiti í Ástralíu muni halda áfram að vaxa á næstu árum og að hitabylgjurnar komi til með að standa lengur og auka þannig enn á vatnsskort. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...