Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búfé lógað vegna hita
Fréttir 31. janúar 2019

Búfé lógað vegna hita

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna gríðarlegra hita í Ástralíu hafa yfirvöld gefið leyfi fyrir því að dýrum sem eru aðframkomin af þorsta verði lógað. Hitinn sem víða hefur farið í 50° á Celsíus er svo hár að leðurblökur og fuglar hafa dottið af himnum ofan dauð vegna hans.

Nú þegar hafa 2.500 úlfaldar sem eru með þolnustu dýrum þegar kemur að vatnsskorti verið skotin í vesturhluta álfunnar. Auk þess er talið að lóga verði fjölda hrossa, geita og asna sem ekki finna vatn eða bithaga vegna þurrka.

Fjöldi villtra og húsdýra hafa fundist við uppþornuð vatnsból þar sem hitinn er mestur.

Hitamet í Ástralíu eru slegin ár eftir ár og er ástæðan almenn hlýnun andrúmsloftsins vegna loftslagsbreytinga af völdum sífells aukins magns gróðurhúsalofttegunda á andrúmsloftinu. Spár gera ráð fyrir að hiti í Ástralíu muni halda áfram að vaxa á næstu árum og að hitabylgjurnar komi til með að standa lengur og auka þannig enn á vatnsskort. 

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...