Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búfé landsmanna telst vera rúmlega 1,5 milljón dýr, bæði ferfætlingar og fiðurfé, samkvæmt nýjustu tölum MAST
Fréttir 28. maí 2018

Búfé landsmanna telst vera rúmlega 1,5 milljón dýr, bæði ferfætlingar og fiðurfé, samkvæmt nýjustu tölum MAST

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýjustu búfjártölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar fyrir 2017–2018, þá telst búfé landsmanna nú vera 643.474 gripir auk 910.363 alifugla. Það er samtals 1.553.837 ferfætlingar og fiðurfé. Af frátöldum alifuglum, sem voru augljóslega verulega vantaldir í síðustu tölum, þá fækkaði  búfé landsmanna um 21.912 gripi milli talninga. 

Af þessum fjölda eru 80.895 nautgripir á 619 búum. Hefur nautgripunum fjölgað úr 80.024 eða um 871 grip á sama tíma og kúabúum á landinu hefur fækkað um 26.

Enn nýtt met í fjölda nautgripa

Í fyrra var greint frá því að nautgripastofninn á Íslandi hafi aldrei verið stærri og hefur nú enn bætt í það met. Nokkuð ört hefur fjölgað í stofninum frá 2013, eða úr 68.776 gripum 2013 í 80.024 2016 og 80.695 gripi um síðustu áramót. Þannig hefur fjölgað frá 2013 um  12.119 gripi.

Jafn margir íbúar um hvern nautgrip 1981 og 2018

Ef miðað er við höfðatöluna frægu, þá voru 4,3 Íslendingar um hvern nautgrip árið 1981, en þá voru Íslendingar samtals 229.327. Þann 1. janúar 2018 voru íbúar landsins orðnir 350.710 og hafði fjölgað um 12.361 á milli ára. Miðað við sama góða höfðatöluútreikninginn eru hlutfallslega alveg jafn margir íbúar um hvern nautgrip nú og árið 1981 eða 4,3.

Sauðfjárbúum fækkaði um 91 og sauðfé fækkaði um 16 þúsund

Sauðfé á fóðrum er 459.766 samkvæmt tölum MAST á 2.379 búum. Hefur sauðfé fækkað frá því að vera 475.893 skepnur skv. síðustu tölum, eða um 16.127 skepnur. Þá hefur sauðfjárbúum fækkað um 91 frá tölum MAST í fyrravor.  Inni í sauðfjártölunum eru 9.066 lambhrútar og geldingar.

Geitum fjölgar

Alls voru 1.300 geitur og lífkið í landinu á 113 búum um síðustu áramót. Á árinu 2016 töldust vera 1.188 geitur og lífkið svo fjölgunin er rúmlega 9%.

Gríðarleg fækkun sauðfjár á 37 árum

Töluvert aðra sögu er að segja af sauðfjárstofni landsmanna. Á árinu 1981 voru 794.097 vetrarfóðraðar kindur í landinu, eða um 3,5 sauðkindur á hvern einasta landsmann. Samkvæmt nýjustu tölum var vetrarfóðrað sauðfé komið niður í 459.766 um síðustu áramót en landsmönnum hafði fjölgað um  121.383 frá 1981. Því eru ekki lengur 3,5 sauðkindur á fóðrum á hvern íbúa eins og áður heldur einungis 1,3 kindur.  Hefur því fækkað gríðarlega í stofninum á undanförnum áratugum, eða um hartnær helming að höfðatölu fjárins og enn meira sem hlutfall af íbúafjölda. Frá 1995 hefur sauðfé aldrei farið yfir 500 þúsund vetrarfóðraðar skepnur. 

Styttist í að framboð anni ekki eftirspurn?

Eftir nokkurn stöðugleika í sauðfjárstofninum frá 2003 til 2008 fór stofninn nokkuð að vaxa á nýjan leik. Var hann kominn í 487 þúsund fjár árið 2014. Þá var fækkun um 14.540 fjár til 2015. Vetrarfóðruðu sauðfé fjölgaði síðan aðeins á milli áranna 2015 og 2016, eða úr 472.461 í 475.893. Það er fjölgun upp á 3.432 skepnur sem framleiddu fleiri lömb og meira kjöt en markaðurinn virðist tilbúinn að taka við.

Fækkun nú á milli ára um ríflega 16 þúsund skepnur á fóðrum samfara fólksfjölgun hlýtur því að hafa umtalsverð áhrif á markaðsstöðuna. Er því líklegt að það styttist í að framleiðsla á kindakjöti anni ekki eftirspurn. Það yrði sögulega mjög sérstök staða í ræktun sauðfjár á Íslandi. 

Hrossum hefur fækkað um nær 2.300

Þá eru hross í landinu nú talin vera 64.792 á 2.262 búum. Hrossin voru hins vegar talin vera 67.186 í tölum Búnaðarstofu MAST  vorið 2017 og hefur því fækkað um 2.394 hross. Þá hefur hrossabúunum eða ræktendum einnig fækkað, eða um 208.

Að mati sérfræðinga í hrossaræktinni hefur sannarlega orðið fækkun í hrossastofninum, en heildartalan bæði nú og í fyrra er samt ekki talin ná alveg yfir öll hross í landinu. Þar getur verið um einhverja skekkju að ræða vegna hrossa sem ekki eru gefin upp í skýrslum og þá einkum í þéttbýlinu.

Örlítil fjölgun í svínastofninum

Svín eru  66 fleiri en í síðustu tölum, eða 3.576 á móti 3.510 í fyrra. Þá eru svínabú nú sögð vera 20 en voru 19 í fyrravor. Þarna er aðeins verið að tala um fullorðnar gyltur og gelti, en ekki grísi. Ef grísirnir eru taldir með er heildarfjöldi svína mun meiri, því þar eru 20.421 eldisgrís, 7.000 smágrísir og 9.528 fráfærugrísir. Fjöldi grísa er mjög rokkandi á milli mánaða svo til að gera tölur samanburðarhæfar milli ára er eðlilegast að miða eingöngu við gyltur og gelti. 

Óvissa í framvindu í minkaræktinni

Loðdýr eru 34.445 talsins samkvæmt nýjustu tölum MAST og hefur því fækkað á milli ára. Voru þau 38.773 í tölum MAST 2017 og hefur því fækkað um 4.328 dýr, þ.e. fullorðnir högnar og læður. Inni í þessum tölum eru líka 2 refir og 323 kanínur. Í heild eru búin 63, en þar af  38 með mink og ref, en þau voru talin 39 í fyrra.  Augljóst virðist að lokauppgjör ársins sé ekki í þessum tölum frekar en í fyrra. Vitað er um eina fimm minkabændur sem hættu starfsemi undir lok síðasta árs svo taka verður þessum tölum með fyrirvara. 

Mikil óvissa er nú í loðdýraræktinni vegna stöðugs verðfalls undanfarin ár. Síðasta uppboð hjá Kopenhagen Fur í Danmörku lagaði ekki þá stöðu. Vonast minkabændur nú eftir að næsta uppboð sem fram fer í júní gefi vonir um betri tíð í greininni.

Alifuglarnir taldir vera yfir 910 þúsundfuglana eru varphænsn, holdahænur, lífungar yngri en 5 mánaða, kjúklingar, endur, gæsir, kalkúnar og aðrir alifuglar. Samkvæmt nýju tölunum hefur búum svo fækkað um 16 og eru alls 453.

Verulega hefur verið bætt úr talnagögnum varðan

Alifuglar landsmanna teljast nú vera 910.363 á 453 búum. Þar af eru 894.908 varphænsn, holdahænur, lífungar og kjúklingar og 14.505 kalkúnar. Þá eru aliendur 742 og aligæsir 127.

Í tölunum um alidi alifuglana. Í fyrra skorti mikið á að tölur stæðust um heildarfjölda fugla, en þar voru alifuglarnir taldir vera 358.979 á 469 búum. Þá vantaði inn tölur um kjúklinga sem nú eru taldir 598.847. Reyndar verða tölur um alifugla trúlega alltaf tilefni til skoðanaskipta, því tölurnar geta verið mjög breytilegar frá mánuði til mánaðar. 

Skylt efni: búfjártölur

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.