Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
„Heimurinn elskar kjöt og við búum til kjöt sem elskar heiminn til baka“ eru einkunnarorð Impossible Foods, sem kynntu fyrstu vöru sína í sumar, ótrúlega hamborgarann.
„Heimurinn elskar kjöt og við búum til kjöt sem elskar heiminn til baka“ eru einkunnarorð Impossible Foods, sem kynntu fyrstu vöru sína í sumar, ótrúlega hamborgarann.
Mynd / Impossible Foods
Fréttir 16. september 2016

Búa til ótrúlegan mat úr jurtaríkinu

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Fyrirtækið IMPOSSIBLE FOODS, eða Ótrúleg matvæli, var stofnað árið 2011 og eru Google Ventures og Bill Gates meðal fjárfesta að fyrirtækinu. Fyrr á árinu kynnti fyrirtækið fyrstu vöru sína á markaði, ótrúlega hamborgarann, sem lítur út fyrir að vera úr 100% nautahakki en er í raun eingöngu búinn til úr hráefnum úr jurtaríkinu. 
 
Lífefnafræðingurinn og frumkvöðullinn Patrick O. Brown stofnaði fyrirtækið Impossible Foods í Bandaríkjunum, sem samanstendur af vísindamönnum, verkfræðingum, kokkum, bændum og fleira fólki sem vinna að því, að þeirra mati, að umbreyta alþjóðlega matvælakerfinu til hins betra. Í dag starfa 125 manns hjá fyrirtækinu við að framleiða matvæli án þess að nota til þess dýr. Fyrsta vara fyrirtækisins, ótrúlegi hamborgarinn, var kynntur í sumar í New York og síðar í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Viðtökurnar eru framar vonum, segja forsvarsmenn fyrirtækisins, sem stefna á útrás með vörur sínar. 
 
Frá jörðinni, til jarðarinnar
 
Hugmyndafræði Patrick O. Brown er að fólk elskar kjöt en margir berjast við hvernig það er búið til og það álag sem framleiðsla þess hefur á umhverfið. Að auki eykst alþjóðleg eftirspurn sífellt eftir kjöti svo eitthvað þurfti að gera og hugsa upp á nýtt að mati lífefnafræðingsins. 
 
„Við ákváðum að gera eitthvað mjög girnilegt sem kjötætur myndu elska og því kynntum við fyrstan til leiks hinn ótrúlega hamborgara. Kannski er þetta bragðbesti hluturinn sem hefur verið framleiddur sem mun breyta heiminum. Hamborgarinn er búinn til úr hráefnum úr jurtaríkinu og lítur út eins og venjulegur hamborgari, en það sem meira er og mikilvægast, að hann bragðast eins og kjöt,“ lýsir Patrick og segir jafnframt:
„Þetta er afrakstur yfir fimm ára vinnu við hamborgararannsóknir þar sem hráefnið er greint niður í frumeindir og við náum að líkja eftir kjötinu að fullu. Það sem er einnig mikilvægt er að okkar hamborgarar eru án hormóna og sýklalyfja eða aðskotaefna frá sláturhúsum. Vegna þess að við vinnslu þeirra kemur ekkert dýr við sögu þá notum við 95 prósent minna land við framleiðsluna, 74 prósent minna af vatni og 87 prósent minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er borgari frá jörðinni, til jarðarinnar.“
 
Mjólkurvörur næst á dagskrá
 
Á fimm ára tilraunaferli hins ótrúlega hamborgara unnu starfsmenn fyrirtækisins að því að greina hvernig venjulegur borgari lítur út, hvernig hann lyktar og hvernig hann bragðast svo hægt væri að gera hann úr hráefnum úr jurtaríkinu.
 
Með því að einangra ákveðin plöntuprótein, fitur og næringarefni og að endurskapa bragð, áferð, lykt og næringarefni nautahakks varð hinn ótrúlegi hamborgari til á endanum. Einnig uppgötvaði rannsóknarteymið á tímabilinu hvaða sameind lætur kjöt bragðast eins og kjöt. Rannsóknirnar gera það einnig að verkum að nú getur fyrirtækið framleitt allar kjöt- og fiskvörur ásamt nokkrum tegundum mjólkurvara úr jurtaríkinu. Mjólkurvörur eru einmitt næst á dagskrá sem framleiðsluvörur fyrirtækisins.
Hamborgarinn er búinn til úr nokkrum hráefnum eins og hveiti, kókosolíu og kartöflupróteini ásamt heme-próteininu sem er hið magnaða innihaldsefni sem lætur borgarann líta út og bragðast eins og girnilegt kjötmeti. Heme-próteinið gefur borgaranum kjötbragðið og rauðan lit. Innihald borgarans er allt valið sérstaklega með tilliti til þess að hafa prótein, fitur og önnur næringarefni sem líkja sem mest eftir bragði, áferð og næringarefni nautahakks. Borgarinn er 100 prósent úr jurtaríkinu en er með hveitipróteini og inniheldur því glúten. 
 
Ferlið byrjar hjá bændum
 
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mætt bæði velvilja og efasemdaröddum vegna starfsemi þess. Til að mynda hefur umræðan um erfðabreytt og unnin matvæli borið á góma. 
 
„Við notum erfðabreytt ger til að búa til heme-próteinið og við byrjum í raun í ferlinu á gerinu sem er svipað því sem notað er til að búa til belgískan bjór. Síðan notum við plöntugen til að gefa því möguleika á að framleiða blóðrautt prótein sem er lykilinnihaldsefni í borgurunum okkar. Þessi vinnsluaðferð á gerinu er betri fyrir umhverfið í staðinn fyrir að byrja ferlið á sojabaunarótum sem krefst mikils landsvæðis og losunar á jarðvegskolefnum út í andrúmsloftið,“ útskýrir Patrick og segir jafnframt:
„Hráefnin sem við notum til að búa til hinn ótrúlega borgara byrja hjá bóndanum fyrir utan hemepróteinið. Borgarinn verður í svipuðum verðflokki og venjulegur hamborgari og markmið okkar er að komast á alþjóðamarkað með vöruna því við höfum trú á að til því fleiri neytenda sem við náum með boðskapinn því betra fyrir jörðina okkar.“
Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...