Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan og félagsmenn Landverndar ýttu verkefninu Græðum Ísland úr vör með gróðursetningu birkitrjáa við Hekluskóga.
Sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan og félagsmenn Landverndar ýttu verkefninu Græðum Ísland úr vör með gróðursetningu birkitrjáa við Hekluskóga.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 1. júní 2017

Brýnt að endurheimta landkosti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Græðum Ísland er yfirskrift á nýju sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu sem ýtt var úr vör við Þjófafoss í Þjórsá laugardaginn 13. maí sl. Verkefnið felst í því að bjóða ferðamönnum, nemendahópum og fyrirtækjum, erlendum og íslenskum, að taka þátt í endurheimt örfoka lands. 
 
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd standa fyrir verkefninu en það er unnið í samstarfi við Hekluskóga, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Þá nýtur verkefnið framlög úr söfnun WOW air meðal farþega fyrirtækisins, ásamt styrkjum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Ferðafélagi Íslands.
 
Í sumar mun verkefnið fara fram á Hekluskógasvæðinu á Suðurlandi en jafnframt er leitað að fleiri hentugum svæðum víðs vegar um land. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi styrkir verkefnið nú á fyrsta ári og því er sérstök áhersla lögð á að fá sjálfboðaliða frá Bandaríkjunum í ár. Það voru einmitt sjálfboðaliðar frá ríkisháskólanum í Michigan í Bandaríkjunum sem, ásamt félagsmönnum Landverndar, gróðursettu birkiplöntur við land Þjófafoss við setningarathöfn verkefnisins. 
 
„Ég fagna mjög þessu átaki og tel að það veki með verðugum hætti athygli á þessu brýna verkefni okkar þjóðarinnar, að endurheimta landkosti. Það er í anda landgræðslustarfsins að það komi sem allra flestir, innlendir og erlendir gestir, að þessu þýðingarmikla verkefni því að við Íslendingar erum svo óendanlega rík af illa förnu landi að verkefnin eru nánast óþrjótandi,“ segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, sem er verndari verkefnisins. 
Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...

Fundir og þing á næsta leiti
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á...