Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Brúsastaðir
Bærinn okkar 4. desember 2014

Brúsastaðir

Gróa og Sigurður keyptu Brúsastaði árið 1994 af foreldrum Gróu, en þá var þar blandað bú. Þau breyttu í kúabú og stækkuðu það upp úr 2000 í það sem það er í dag.
 
Býli:  Brúsastaðir, Vatnsdal.
 
Staðsett í sveit: Húnavatnshrepppi, A-Hún.
 
Ábúendur: Gróa Lárusdóttir, Sigurður Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Hokrum ein í kotinu.
 
Stærð jarðar? Jörðin er 500 ha, öll grasi gróin.
 
Gerð bús? Mjólkur- og nautakjötsframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 140 gripir, þar af 50 mjólkurkýr og 10 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Allir dagar hefjast í fjósinu og enda þar líka. Svo fer það eftir árstíðum hvað gert er þar á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og allt ræktunarstarf er mjög skemmtilegt. Leiðinlegast er stöðugur ágangur álfta og gæsa í túnum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár vonumst við til að allt verði hér í blóma.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum þau vera í þokkalegu lagi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi sem allra best.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er í skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, skyr og mjólk (aldrei coke).
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt og kjötsúpa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er þegar við fluttum í nýtt fjós haustið 2002.

4 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...