Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Brúsastaðir
Bærinn okkar 4. desember 2014

Brúsastaðir

Gróa og Sigurður keyptu Brúsastaði árið 1994 af foreldrum Gróu, en þá var þar blandað bú. Þau breyttu í kúabú og stækkuðu það upp úr 2000 í það sem það er í dag.
 
Býli:  Brúsastaðir, Vatnsdal.
 
Staðsett í sveit: Húnavatnshrepppi, A-Hún.
 
Ábúendur: Gróa Lárusdóttir, Sigurður Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Hokrum ein í kotinu.
 
Stærð jarðar? Jörðin er 500 ha, öll grasi gróin.
 
Gerð bús? Mjólkur- og nautakjötsframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 140 gripir, þar af 50 mjólkurkýr og 10 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Allir dagar hefjast í fjósinu og enda þar líka. Svo fer það eftir árstíðum hvað gert er þar á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og allt ræktunarstarf er mjög skemmtilegt. Leiðinlegast er stöðugur ágangur álfta og gæsa í túnum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár vonumst við til að allt verði hér í blóma.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum þau vera í þokkalegu lagi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi sem allra best.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er í skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, skyr og mjólk (aldrei coke).
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt og kjötsúpa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er þegar við fluttum í nýtt fjós haustið 2002.

4 myndir:

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...