Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Óskað hefur verið eftir rannsókn landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna á nautakjötsmarkaðnum í Kansas. Mynd / Global Meat
Óskað hefur verið eftir rannsókn landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna á nautakjötsmarkaðnum í Kansas. Mynd / Global Meat
Fréttir 29. ágúst 2019

Bruni í kjötvinnslu leiðir til rannsóknar á nautakjötsmarkaðnum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nautakjötsgeirinn í Bandaríkjunum sætir nú rannsókn landbúnaðarráðuneytisins (USDA) fyrir meint misferli og samráð í verðlagningu. Fór ráðuneytisstjórinn, Sonny Perude, fram á rannsókn í kjölfar bruna sem átti sér stað í kjötpökkunarverksmiðju Tyson´s Holcomb sláturhússins í Kansas. 

Eldur kom upp í vinnslunni 9. ágúst s.l. og leiddi það til þess að verð sem greidd var fyrir nautgripi til bænda féll, væntanlega vegna offramboðs fyrir vinnslurnar á svæðinu. Á sama tíma hækkaði smásöluverð á nautakjöti út úr búð. Greint var frá þessu á vefmiðlinum Global Meat 29. ágúst.

Unnu kjöt af 6.000 nautgripum á dag
Pökkunarverksmiðja fyrirtækisins eyðilagðist í eldinum, en hjá fyrirtækinu var slátrað að jafnaði um 6.000 nautgripum á dag. Það þýðir að við stöðvun verksmiðjunnar safnast upp um 30 þúsund gripir í hverri vinnuviku sem bíða slátrunar og vinnslu. Var pökkunarverksmiðja Tyson´s Holcomb með um 6% af heildar pökkunargetunni í bandarísku nautakjötsframleiðslunni og um 23,5% af afkastagetunni í Kansas.

Samkvæmt fréttum frá CattleFax þá þýðir þetta að vinnslur í Kansas, Texas, Colarado, Nebraska og í Iowa þurfa að auka sín afköst um 8-8,5% ef þær eiga að taka við nautgripunum sem frá Kansas. Haft er eftir greinendum í þessum geira að erfitt geti reynst að samræma aðgerðir til að mæta þessu áfalli.

11,5 milljónir gripa í fóðrunarstöðvum
Sömu heimildir greina frá því að heildarfjöldi nautgripa í fóðrunarstöðvum (feedyards) í Bandaríkjunum hafi verið 11,5 milljónir þann 1. Júlí. Þar af voru 2,4 milljónir gripa í Kansas eða um 21% af heildarfjöldanum. 

Í yfirlýsingu sem Sonny Perude sendi frá sér segir m.a. að þetta sé hluti af aðgerðum við að fylgjast með áhrifum brunans á framleiðsluaðstöðuna í Holkomb í Kansas. Því hafi hann beðið pökkunar- og birgðadeild landbúnaðarráðuneytisins um að setja í gang rannsókn á nýlegum verðafkomutölum. Einnig að komast að niðurstöðu um hvort einhverjar sannanir séu fyrir einhverju misferli í verðlagningu, samráði eða takmörkunum á samkeppni eða fyrir öðrum óheiðarlegum viðskiptum. 

Jennifer Houston, formaður Landssamtaka nautgripaframleiðenda (National Cattleman´s Beef Association) gaf frá sér yfirlýsingu í kjölfarið. Þar segir m.a.: „Við hetjum landbúnaðarráðuneytið til að skoða alla þætti framleiðslukeðjunnar á nautakjöti og nýta allar mögulegar leiðir í þeirri rannsókn. Við trúum því að það muni auka gagnsæi sem hjálpi okkur við að byggja upp traust á markaðnum meðal nautgripaframleiðenda.“

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...