Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Óskað hefur verið eftir rannsókn landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna á nautakjötsmarkaðnum í Kansas. Mynd / Global Meat
Óskað hefur verið eftir rannsókn landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna á nautakjötsmarkaðnum í Kansas. Mynd / Global Meat
Fréttir 29. ágúst 2019

Bruni í kjötvinnslu leiðir til rannsóknar á nautakjötsmarkaðnum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nautakjötsgeirinn í Bandaríkjunum sætir nú rannsókn landbúnaðarráðuneytisins (USDA) fyrir meint misferli og samráð í verðlagningu. Fór ráðuneytisstjórinn, Sonny Perude, fram á rannsókn í kjölfar bruna sem átti sér stað í kjötpökkunarverksmiðju Tyson´s Holcomb sláturhússins í Kansas. 

Eldur kom upp í vinnslunni 9. ágúst s.l. og leiddi það til þess að verð sem greidd var fyrir nautgripi til bænda féll, væntanlega vegna offramboðs fyrir vinnslurnar á svæðinu. Á sama tíma hækkaði smásöluverð á nautakjöti út úr búð. Greint var frá þessu á vefmiðlinum Global Meat 29. ágúst.

Unnu kjöt af 6.000 nautgripum á dag
Pökkunarverksmiðja fyrirtækisins eyðilagðist í eldinum, en hjá fyrirtækinu var slátrað að jafnaði um 6.000 nautgripum á dag. Það þýðir að við stöðvun verksmiðjunnar safnast upp um 30 þúsund gripir í hverri vinnuviku sem bíða slátrunar og vinnslu. Var pökkunarverksmiðja Tyson´s Holcomb með um 6% af heildar pökkunargetunni í bandarísku nautakjötsframleiðslunni og um 23,5% af afkastagetunni í Kansas.

Samkvæmt fréttum frá CattleFax þá þýðir þetta að vinnslur í Kansas, Texas, Colarado, Nebraska og í Iowa þurfa að auka sín afköst um 8-8,5% ef þær eiga að taka við nautgripunum sem frá Kansas. Haft er eftir greinendum í þessum geira að erfitt geti reynst að samræma aðgerðir til að mæta þessu áfalli.

11,5 milljónir gripa í fóðrunarstöðvum
Sömu heimildir greina frá því að heildarfjöldi nautgripa í fóðrunarstöðvum (feedyards) í Bandaríkjunum hafi verið 11,5 milljónir þann 1. Júlí. Þar af voru 2,4 milljónir gripa í Kansas eða um 21% af heildarfjöldanum. 

Í yfirlýsingu sem Sonny Perude sendi frá sér segir m.a. að þetta sé hluti af aðgerðum við að fylgjast með áhrifum brunans á framleiðsluaðstöðuna í Holkomb í Kansas. Því hafi hann beðið pökkunar- og birgðadeild landbúnaðarráðuneytisins um að setja í gang rannsókn á nýlegum verðafkomutölum. Einnig að komast að niðurstöðu um hvort einhverjar sannanir séu fyrir einhverju misferli í verðlagningu, samráði eða takmörkunum á samkeppni eða fyrir öðrum óheiðarlegum viðskiptum. 

Jennifer Houston, formaður Landssamtaka nautgripaframleiðenda (National Cattleman´s Beef Association) gaf frá sér yfirlýsingu í kjölfarið. Þar segir m.a.: „Við hetjum landbúnaðarráðuneytið til að skoða alla þætti framleiðslukeðjunnar á nautakjöti og nýta allar mögulegar leiðir í þeirri rannsókn. Við trúum því að það muni auka gagnsæi sem hjálpi okkur við að byggja upp traust á markaðnum meðal nautgripaframleiðenda.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...