Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá Strandabyggð.
Frá Strandabyggð.
Mynd / ghp
Fréttir 16. júní 2023

Brothættar byggðir styrktar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Styrkjum til ýmissa verkefna í brothættum byggðum hefur verið úthlutað.

Byggðastofnun segir frá úthlutun rúmra 48,5 milljóna króna til 72 verkefna sem styrkja á byggð, búsetu og mannlíf byggðarlaga sem starfa undir merkjum Brothættra byggða.

Meðal verkefna sem hlutu styrk er vöruþróun á nautakjöti, hvítlauksræktun og ullarvinnsla í Dalabyggð, verkefni um iðnaðarreykhús, kaffibrennslu og verslun á Stöðvarfirði, bjórbrugg og framleiðslueldhús á Ströndum og kjötvinnsla í Árneshreppi.

Verkefninu Brothættar byggðir var komið á fót með Byggðaráætlun 2014–2017 sem sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Markmið verkefnisins er m.a. að stöðva viðvarandi fólksfækkun og leita lausna með íbúum byggðar- laganna í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, sveitarfélög og brottfluttra íbúa. Þau byggðarlög sem hluti eru af verkefninu í dag eru Dalabyggð, Stöðvarfjörður, Strandabyggð og Bakkafjörður.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...