Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eirný Vals.
Eirný Vals.
Skoðun 20. júlí 2017

Brothætt byggð – þarf að halda þessu öllu í byggð?

Höfundur: Eirný Vals
Ég vinn við byggðafestuverkefnið Brothættar byggðir. Minn partur heitir Skaftárhreppur til framtíðar. Oft þegar ég segi hvað ég vinn við festist fólk í brothættri byggð. Byrjar að tala um hvers vegna ekki var valið annað nafn. Hver vilji eiga heima í byggð sem er með greininguna brotthætt. Hvort það sé líklegt til árangurs (sölulegt) að berja á greiningunni.
 
Ég hef andvarpað innan í mér. Svarað af kurteisi að það voru aðrir en ég sem völdu nafnið. Líklega stjórnarráð Íslands. Þið vitið, það er svo gott að varpa öllu sem er skrítið til stjórnarráðsins. En ég hugsa mitt. Sérstaklega þegar ég skoða dýrgripi mína sem margir eru brothættir og dýrmætir. Bæði í peningum og minningum talið. Glösin sem fara ekki í uppþvottavél, því þau eru brothætt. Peysan sem þvegin er í höndum, því hún er viðkvæm. Gleraugun sem ég gæti vandlega, því þau eru bæði brothætt og viðkvæm. Ætla ég og allir aðrir að taka meðvitaða ákvörðun um að eiga einungis það sem engrar aðgæslu er þörf við í umgengni?
 
Þá er spurt. Hvað er brothætt og hvað ekki? Hverjum hefði dottið í hug að ramakveinið sem rekið var upp á Akranesi þegar HB Grandi tilkynnti um fækkun starfa við vinnslu á bolfiski næði betur eyrum þjóðarinnar og þeirra sem ráða en hróp annars staðar af landinu? Hvenær verður byggð brothætt? Getur það verið að það sem virðist (og er) sterkbyggt geti molnað eins og ekkert er? Alveg eins og að gerðarlegasta fólk brotnar við slæma byltu.
 
Við erum gersamlega meðvituð um að til sé beinþynning í mannverum og málmþreyta í manngerðum hlutum. Erum vakandi fyrir einkennum og leiðum til að minnka skaða. Snúa þróun við. Má það einungis þegar um heilsu er að ræða en ekki byggðir?
 
Svo kemur spurningin. Þarf að halda öllu landinu í byggð? Hver verður skaðinn ef byggðum fækkar? Hvað gerir það að ein byggð sé talin verðmæt umfram aðra og fær að komast í flokk brothættra byggða? Ég hef engin svör við þessum spurningum. Hef þó hugsað margt. Horfi á landið, í huganum. Sé fyrir mér. Langanes, það má nú alveg fara. Svo langt frá öllu nema sjó. Ha? Seltjarnarnes, lítið og lágt, flæðir líklega yfir það er sjávarmál hækkar vegna loftslagsbreytinga.
 
En ef við snúum spurningunni yfir á líkama mannsins og finnum út hvað við gætum verið án. Hvað mætti alveg missa sín án þess að það hefði nokkur áhrif á getu okkar. Er það höfuðið? Kannski endaþarmurinn. Fótleggurinn svo lengi sem við höldum fætinum? Höndin en fingurnir mega fara? Brjóstkassinn og vinstri höndin (ég er rétthent hvort sem er)?
 
Ég veit að það er til fræðilegt mat á verðmæti einstakra parta líkamans. Þó það sé til þá velkist enginn í vafa um að í heilbrigðum líkama er betra að vera. Maður gengur undir manns hönd með ráðleggingar, hreyfðu þig, reyndu á hjartað og lungun. Borðaðu skynsamlega. Notaðu heilann. Lærðu eitthvað nýtt.
Hver ræður hvar er byggð? Er ekki alveg eins hægt að varpa fram þeirri spurningu hvort einhverjir hafi vald til að ákveða að ekki sé búið þar sem fólk vill vera?
 
Með kveðju úr Skaftárhreppi,
Eirný Vals, verkefnastjóri
Skaftárhreppur til framtíðar
Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...