Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnfríður Friðriksdóttir, bóndi á Hálsi í Dalvíkurbyggð, með Hetju og gimbrinni sem hún ákvað á síðustu stundu að halda.
Arnfríður Friðriksdóttir, bóndi á Hálsi í Dalvíkurbyggð, með Hetju og gimbrinni sem hún ákvað á síðustu stundu að halda.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 21. nóvember 2017

Brögguðust vel í sumar og vógu yfir 200 kíló í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ærin Hetja á bænum Hálsi í Dalvíkurbyggð bar fjórum lömbum á liðnu vori, einni gimbur og þremur hrútum. Lömbin fjögur vógu rétt ríflega 200 kíló á fæti í haust.
 
Hetja er fjögurra vetra og hefur um ævina borið 11 lömbum. Fyrsta vorið voru lömbin tvö, en annað fæddist dautt, næsta vor á eftir fæddust sprækir tvílembingar, þá bar hún þremur lömbum í fyrravor og nú í vor sem leið voru þau fjögur. „Nú er bara að vona að þau verði ekki fimm næsta vor,“ segir Arnfríður Friðriksdóttir, bóndi á Hálsi.
 
Hetja er dugleg og stóð sig með prýði
 
Hetja bar 13. maí og segir Arnfríður að hún hafi alls ekki átt von á að hún myndi ganga með öll lömbin fjögur yfir sumarið og var undir það búin að taka tvö undan henni. „Það varð aldrei úr því, ærin stóð sig með mestu prýði, hún mjólkaði sérlega vel, en það sem eflaust réði úrslitum var hvað lömbin voru jöfn að stærð, vorið var hlýtt og sumarið gott og grösugt. Hetja var með lömb sín hér í góðum heimahögum og hafði það ljómandi fínt. Hafði nóg að bíta og brenna. Sérlega gaman var að sjá þegar hún fór með alla kjóruna að læknum til að brynna þeim og létta þannig á sjálfri sér,“ segir Arnfríður.
„Kindur eru nefnilega ekki sauðheimskar heldur skynsamar skepnur.“ 
 
Hún segir Hetju ekki sérlega gæfa, hún hafi lítið gert af því að kjassa hana um dagana. 
„Fólk heldur eflaust að ég hafi mokað í hana fóðurbæti, en sú er aldeilis ekki raunin.  Ég gaukaði að henni einum og einum lófa af og til meðan hún var enn á húsi eftir burðinn en ekkert eftir að hún fór út. Ekkert til að hafa orð á og alls ekki þegar um fjórlembu er að ræða,“ segir Arnfríður.
 
Þokkalegar afurðir
 
Hrútarnir þrír voru sendir í sláturhús fyrir nokkru, sá þyngsti vó um 25,2 kíló, einn var 22 kíló og sá léttasti 19,5 kíló. Arnfríður ákvað á síðustu stundu að halda gimbrinni, en hún vegur um 46 kíló á fæti. Sjálf er ærin Hetja engin smásmíði, vegur 95 kíló. 
 
„Þetta eru alveg þokkalegar afurðir, hrútarnir voru helst til of feitir ef eitthvað er,“ segir Arnfríður. Hrútarnir fóru allir í E-flokk.
 
Hún segir Hetju einstaklega duglega og henni hafi tekist vel til að halda hópnum saman. Oft sé sú hætta fyrir hendi að eitt til tvö lömb í svo stórum hópi dragist aftur úr, en lömb Hetju hafi verið býsna jöfn. „Það varð enginn út undan í hennar hópi,“ segir Arnfríður. 

7 myndir:

Skylt efni: sauðburður

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...