Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Magnús Óskar Guðnason stekkur á gamla Zetor upp úr drullugryfjunni í Hollandi.
Magnús Óskar Guðnason stekkur á gamla Zetor upp úr drullugryfjunni í Hollandi.
Fréttir 15. maí 2017

Brjáluð hugmynd sem varð að framkvæma

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Íslendingar kalla sannarlega ekki allt ömmu sína þegar kemur að dráttarvélum. Oft er heldur ekki verið að fara hefðbundnar leiðir þegar mönnum dettur eitthvað skemmtilegt í hug, eins og torfæruakstur á slíkum landbúnaðartækjum. Þá er líka ekkert verið að fara nákvæmlega eftir handbókum framleiðenda vélanna þegar „tjúna“ þarf græjurnar upp og ekki laust við að þetta veki stundum athygli út fyrir landsteinana.  
 
Dæmi um slíka ævintýramennsku  er að finna á Facebook-síðu sem nefnist „Dori Bjoss Photography“. Þar eru margar ferðamyndir og myndir af íslenskri náttúru. Þar er líka að finna myndasyrpu um athyglisverða keppnis- og sýningarferð tveggja Íslendinga til Hollands á sérútbúnum gömlum Zetor-dráttarvélum.
 
Bændablaðinu lék forvitni á að vita meira um þessa keppnisferð svo haft var samband við Halldór Björnsson, hirðljósmyndara traktorskeppendanna. Tíðindamaður blaðsins hitti í framhaldinu téðan Halldór sem er nýtekinn við af föður sínum sem „vert“ í ferðaþjónustunni á Rjúpnavöllum.
 
Frábært veður, takið eftir reykhringjunum sem koma upp úr pústinu.
 
 
Fannst traktorstorfæra ekki spennandi óséð
 
Halldór var spurður út í upphafið og hugmyndina á þessari Hollandsferð og úr varð ágætis sögustund. 
„Ég var að vinna með Magnúsi Óskari árið 2012 og þá byrjaði hann að smíða upp gamlan Zetor fyrir traktorstorfæruna á Flúðum, þetta gerði hann í samstarfi við vin sinn, Guðmund Hrein,“ sagði Halldór. 
„Ég tók nú ekki vel í þessar hugmyndir hjá strákunum til að byrja með, fannst að þeir hefðu átt að velja sér eitthvert mótorsport sem meira vit væri í. Sem betur fer náði Magnús að draga mig á Flúðir 2012 til að mynda þá og ég hafði mjög gaman af. 
 
Árið 2013 var ég aftur mættur á Flúðir til að mynda Magnús og eftir keppnina klippti ég Gopro myndband sem ég setti síðan á Youtube. Það fékk nú ekki mikið áhorf til að byrja með en eftir þó nokkuð marga mánuði fór eitthvað að gerast. Áhorfið jókst alltaf og þetta endaði á að vera langvinsælasta myndbandið mitt. Það er komið í 547.000 áhorf í dag.“
 
Ritstjóri stærsta traktorsblaðs Hollendinga hafði samband
 
„Síðan gerist það að ég er staddur á ferðalagi í Siem Reap í Kambódíu, í lok mars í fyrra, að ritstjóri eins stærsta traktorsblaðs Hollendinga (Trekker) hafði samband við mig. Hann hafði rekist á myndbandið og var alveg ólmur að fá okkur til að hjálpa sér að setja upp eitthvað svipað á Trekker Festival í Walibi Hollandi. 
 
Í byrjun fannst mér frekar ótrúlegt að einhver vildi flytja út íslensku traktorstorfæruna, ég ætlaði varla að svara honum, mér fannst þetta svo fjarstæðukennt. Sem betur fer svaraði ég og lét hann líka fá netfangið hjá Magnúsi. Það varð lendingin að Hollendingarnir myndu flytja út 2 traktora til að hægt væri að halda smá „traktor crossing“ sýningu. 
 
Í öllum torfærukeppnum er svona þraut vinsæl meðal áhorfenda.
 
 
Magnús og Guðmundur keyptu þá einn traktor til viðbótar og þurftu að eyða miklum tíma í að koma honum í gang. Það gerir mótorum víst ekki gott að vera nokkur ár úti á túni fullur að vatni. Það fyndna var að þótt strákarnir færu á fullt í undirbúning þá voru þeir samt alltaf efins að þetta væri að fara að gerast, okkur fannst þetta of ótrúlegt.“
 
Sótt á flugvöllinn af starfsmanni traktorsblaðsins
 
„Ég var að vinna í Noregi um sumarið og í byrjun september var sýningin og ég gat flogið beint þaðan til Hollands og hitti strákana og kærustu Magnúsar á flugvellinum. 
 
Við vorum sótt á völlinn af einum starfsmanni frá blaðinu og keyrð á svæðið. Þegar við svo loksins sáum gömlu ryðguðu Zetorana þarna úti í Hollandi þá horfðum við öll á hvert annað og vorum sammála um að nú yrðum við að trúa því að þetta væri að gerast. Við vorum að flytja íslensku traktorstorfæruna til útlanda! 
 
Viðtal að lokinni sýningu í hátalarakerfi hátíðarsvæðisins.
 
Í sambandi við hvort við förum aftur, þá hef ég ekki heyrt af því. En ég veit að þeir úti eru örugglega að plana það að halda keppni þarna með „lókal“ liði og þá með svipaðar reglur og við förum eftir á Flúðum. 
Það voru margir að horfa á þessa sýningu sem voru spenntir fyrir því að smíða svona „traktor cross“ græju,“ sagði Halldór Björnsson. 
 
Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...