Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigríður Einarsdóttir ræður ríkjum í Fjöruhúsinu á Hellnum.
Sigríður Einarsdóttir ræður ríkjum í Fjöruhúsinu á Hellnum.
Mynd / MHH
Líf&Starf 29. júlí 2019

Brjálað að gera hjá Siggu í Fjöruhúsinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég kvarta ekki, það er alltaf brjálað að gera, ekki síst eins og sumarið er búið að vera, logn og sól nánast alla daga og allir í sumarskapi,“ segir Sigríður Einarsdóttir, eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð, en hún er eigandi Fjöruhússins á Hellnum á Snæfellsnesi.

Sigga opnaði kaffihúsið 9. júlí árið 1997 því henni fannst sniðugt að selja kakó og kleinur í húsinu en smátt og smátt breyttist vöruúrvalið. Húsið var, áður en það breyttist í kaffihús, aðstaða fyrir sjómenn þar sem þeir geymdu veiðifærin sín og unnu með aflann á ýmsan máta.

Fjöruhúsið er líklega minnsta kaffihús landsins en þar komast aðeins 24 í sæti inni en í góðu veðri er líka hægt að sitja úti á palli. 

„Ég er með frábært starfsfólk, við erum sex sem vinnum á kaffihúsinu yfir sumarið en svo fækkar yfir veturinn. Ég hef opnað um páska og hef oftast opið út október,“ segir Sigga.


Fjöruhúsið er ekki ýkja stórt en fjöldi fólks leggur leið sína þangað.

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...