Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigríður Einarsdóttir ræður ríkjum í Fjöruhúsinu á Hellnum.
Sigríður Einarsdóttir ræður ríkjum í Fjöruhúsinu á Hellnum.
Mynd / MHH
Fólk 29. júlí 2019

Brjálað að gera hjá Siggu í Fjöruhúsinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég kvarta ekki, það er alltaf brjálað að gera, ekki síst eins og sumarið er búið að vera, logn og sól nánast alla daga og allir í sumarskapi,“ segir Sigríður Einarsdóttir, eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð, en hún er eigandi Fjöruhússins á Hellnum á Snæfellsnesi.

Sigga opnaði kaffihúsið 9. júlí árið 1997 því henni fannst sniðugt að selja kakó og kleinur í húsinu en smátt og smátt breyttist vöruúrvalið. Húsið var, áður en það breyttist í kaffihús, aðstaða fyrir sjómenn þar sem þeir geymdu veiðifærin sín og unnu með aflann á ýmsan máta.

Fjöruhúsið er líklega minnsta kaffihús landsins en þar komast aðeins 24 í sæti inni en í góðu veðri er líka hægt að sitja úti á palli. 

„Ég er með frábært starfsfólk, við erum sex sem vinnum á kaffihúsinu yfir sumarið en svo fækkar yfir veturinn. Ég hef opnað um páska og hef oftast opið út október,“ segir Sigga.


Fjöruhúsið er ekki ýkja stórt en fjöldi fólks leggur leið sína þangað.

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...