Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigríður Einarsdóttir ræður ríkjum í Fjöruhúsinu á Hellnum.
Sigríður Einarsdóttir ræður ríkjum í Fjöruhúsinu á Hellnum.
Mynd / MHH
Líf&Starf 29. júlí 2019

Brjálað að gera hjá Siggu í Fjöruhúsinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég kvarta ekki, það er alltaf brjálað að gera, ekki síst eins og sumarið er búið að vera, logn og sól nánast alla daga og allir í sumarskapi,“ segir Sigríður Einarsdóttir, eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð, en hún er eigandi Fjöruhússins á Hellnum á Snæfellsnesi.

Sigga opnaði kaffihúsið 9. júlí árið 1997 því henni fannst sniðugt að selja kakó og kleinur í húsinu en smátt og smátt breyttist vöruúrvalið. Húsið var, áður en það breyttist í kaffihús, aðstaða fyrir sjómenn þar sem þeir geymdu veiðifærin sín og unnu með aflann á ýmsan máta.

Fjöruhúsið er líklega minnsta kaffihús landsins en þar komast aðeins 24 í sæti inni en í góðu veðri er líka hægt að sitja úti á palli. 

„Ég er með frábært starfsfólk, við erum sex sem vinnum á kaffihúsinu yfir sumarið en svo fækkar yfir veturinn. Ég hef opnað um páska og hef oftast opið út október,“ segir Sigga.


Fjöruhúsið er ekki ýkja stórt en fjöldi fólks leggur leið sína þangað.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...