Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Mynd / smh
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu.

Í breytingunum felst að nú má flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.

Nú er heimilt að flytja lömb yfir varnarlínur inn í riðuhólf með eftirtaldar arfgerðir; verndandi arfgerðina ARR/x (ef x er ekki VRQ) og mögulega verndandi arfgerðirnar: T137/x (ef x er ekki VRQ), AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151.

Sömu reglur munu gilda fyrir svæði innan riðuhólfs, þar sem meira en sjö ár eru liðin frá síðasta riðutilfelli.

Óheimill flutningur frá riðuhólfum

Einnig hafa verið gerðar breytingar hvað varðar flutninga frá svæðum innan riðuhólfs þar sem riða hefur greinst á síðustu sjö árum. Þaðan er óheimilt að flytja lömb nema hrúta á sæðingastöðvar að því tilskildu að þeir séu með arfgerðir ARR/x (ef x er ekki VRQ).

Frá riðubæjum er ekki heimilt að flytja lömb fyrstu tvö árin eftir niðurskurð. Eftir það er leyfilegt að flytja ARR/ARR hrúta milli riðubæja í sama hólfi.

Sérstök eyðublöð um sölu og kaup

Vísar Matvælastofnun á Þjónustugátt Matvælastofnunar varðandi umsóknareyðublöð, þar sem finna megi sérstök eyðublöð til að sækja um sölu og kaup á lömbum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Nánari upplýsingar um hinar nýju verklagsreglur má finna í gegnum vef Matvælastofnunar, undir „Bændur/Sauðfé og geitur“.

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar halda almenn umsóknareyðublöð sér lítið breytt fyrir verslun með lömb af líflambasölusvæðum og þau megi einnig finna í Þjónustugáttinni.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...