Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Mynd / smh
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu.

Í breytingunum felst að nú má flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.

Nú er heimilt að flytja lömb yfir varnarlínur inn í riðuhólf með eftirtaldar arfgerðir; verndandi arfgerðina ARR/x (ef x er ekki VRQ) og mögulega verndandi arfgerðirnar: T137/x (ef x er ekki VRQ), AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151.

Sömu reglur munu gilda fyrir svæði innan riðuhólfs, þar sem meira en sjö ár eru liðin frá síðasta riðutilfelli.

Óheimill flutningur frá riðuhólfum

Einnig hafa verið gerðar breytingar hvað varðar flutninga frá svæðum innan riðuhólfs þar sem riða hefur greinst á síðustu sjö árum. Þaðan er óheimilt að flytja lömb nema hrúta á sæðingastöðvar að því tilskildu að þeir séu með arfgerðir ARR/x (ef x er ekki VRQ).

Frá riðubæjum er ekki heimilt að flytja lömb fyrstu tvö árin eftir niðurskurð. Eftir það er leyfilegt að flytja ARR/ARR hrúta milli riðubæja í sama hólfi.

Sérstök eyðublöð um sölu og kaup

Vísar Matvælastofnun á Þjónustugátt Matvælastofnunar varðandi umsóknareyðublöð, þar sem finna megi sérstök eyðublöð til að sækja um sölu og kaup á lömbum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Nánari upplýsingar um hinar nýju verklagsreglur má finna í gegnum vef Matvælastofnunar, undir „Bændur/Sauðfé og geitur“.

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar halda almenn umsóknareyðublöð sér lítið breytt fyrir verslun með lömb af líflambasölusvæðum og þau megi einnig finna í Þjónustugáttinni.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...