Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Með nýjum verklagsreglum er heimilt að flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.
Mynd / smh
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu.

Í breytingunum felst að nú má flytja lömb með fleiri mögulega verndandi arfgerðir frá ósýktum riðuhólfum.

Nú er heimilt að flytja lömb yfir varnarlínur inn í riðuhólf með eftirtaldar arfgerðir; verndandi arfgerðina ARR/x (ef x er ekki VRQ) og mögulega verndandi arfgerðirnar: T137/x (ef x er ekki VRQ), AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151.

Sömu reglur munu gilda fyrir svæði innan riðuhólfs, þar sem meira en sjö ár eru liðin frá síðasta riðutilfelli.

Óheimill flutningur frá riðuhólfum

Einnig hafa verið gerðar breytingar hvað varðar flutninga frá svæðum innan riðuhólfs þar sem riða hefur greinst á síðustu sjö árum. Þaðan er óheimilt að flytja lömb nema hrúta á sæðingastöðvar að því tilskildu að þeir séu með arfgerðir ARR/x (ef x er ekki VRQ).

Frá riðubæjum er ekki heimilt að flytja lömb fyrstu tvö árin eftir niðurskurð. Eftir það er leyfilegt að flytja ARR/ARR hrúta milli riðubæja í sama hólfi.

Sérstök eyðublöð um sölu og kaup

Vísar Matvælastofnun á Þjónustugátt Matvælastofnunar varðandi umsóknareyðublöð, þar sem finna megi sérstök eyðublöð til að sækja um sölu og kaup á lömbum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Nánari upplýsingar um hinar nýju verklagsreglur má finna í gegnum vef Matvælastofnunar, undir „Bændur/Sauðfé og geitur“.

Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar halda almenn umsóknareyðublöð sér lítið breytt fyrir verslun með lömb af líflambasölusvæðum og þau megi einnig finna í Þjónustugáttinni.

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...