Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 14. febrúar 2018

Breytingar í stofnstærð hafa áhrif á kynskipti rækju

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rækja er tvíkynja. Hún byrjar lífsferilinn sem karldýr en nokkurra ára skiptir hún um kyn og er breytilegt á milli svæða á hvaða aldri hún skiptir um kyn.

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að ýmsar tilgátur sé uppi um hvað hefur áhrif á aldur við kynskipti, má þar nefna stærð hennar, þéttleikaháða þætti, svo sem stofnstærð, eða umhverfisþætti eins og hitastig.

Í nýlegri grein sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Jónas P. Jónasson, birtu í tímaritinu ICES Journal of Marine Science var fjallað um það hvort breytingar í stofnstærð hafi áhrif á það hvenær rækja skiptir um kyn. Þetta var skoðað í þremur rækjustofnum við Ísland, Arnarfirði, Húnaflóa og Öxarfirði.

Ástæðan fyrir því að þessir stofnar voru valdir var sú að fyrir norðan, í Húnaflóa og Öxarfirði, voru rækjustofnarnir stórir fyrir síðustu aldamót, en þá minnkuðu þeir snögglega og hafa verið litlir alla tíð síðan. Hins vegar hefur stofnstærð rækju í Arnarfirði verið stöðugri í gegnum tíðina. Þessar snöggu breytingar í stofnstærð fyrir norðan höfðu það í för með sér að rækjan skiptir ári fyrr um kyn.

Þar finnast nú færri árgangar karldýra og þar að auki hefur hámarksstærð hennar minnkað. Hins vegar skiptir rækja ekki fyrr um kyn í Arnarfirði. Því geta snöggar og miklar breytingar í stofnstærð leitt til þess að rækja skiptir fyrr um kyn. Þetta gæti meðal annars haft neikvæð áhrif á heildarfrjósemi rækjustofnsins, þar sem minni rækjur framleiða færri egg. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...